Tunga hrefnunnar tútnaði út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 16:35 Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en það er væntanlega ekki mjög langt síðan. vísir/vilhelm Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir. Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir.
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48