Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 23:46 Johnson & Johnson er sakað um að hafa visvitandi ýtt undir ópíóðafaraldurinn. getty/Andrew Harrer Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma.
Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira