Sagan á bak við framherjaparið sem gæti fært Arsenal Evróputitil í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 12:00 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette mynda eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Arsenal treystir á þá og þeirra samstarf í Bakú í kvöld. Arsenal tryggir sér ekki aðeins titil með sigri á Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld því í boði er einnig sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Úrslitaleikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það tók knattspyrnustjórann Unai Emery langan tíma að finna réttu leiðin til að nýta sem best krafta framherjanna öflugu Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Í byrjun spilaði hann oftast bara öðrum þeirra sem var eitthvað sem pirraði stuðningsmenn liðsins enda tveir heimsklassa leikmann þar á ferðinni og dapurt að þurfa að geyma annan þeirra á bekknum. Þegar leið á tímabilið þá fóru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette spila saman í fremstu víglínu og sú samvinna á mikinn þátt í því að Arsenal er komið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Aubameyang varð auk þess einn af markakóngum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette eru saman með 50 mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum á tímabilinu þar af 13 mörk og 5 stoðsendingar í Evrópudeildinni. Með þá tvo innanborðs er nánast hægt að ganga að því vísu að Arsenal mun skora í úrslitaleiknum í kvöld og örlög liðsins ráðast því kannski frekar á varnarleik og markvörslu. Bleacher Report Football vefsíðan tók saman fróðlegt myndband um ferðalag Unai Emery að því að geta sett saman eitt öflugasta framherjapar fótboltaheimsins í dag. Það má sjá það hér fyrir neðan.Here's how @Aubameyang7 and @LacazetteAlex turned into a deadly partnership for Arsenal #brIQpic.twitter.com/9WWrxRrLfI — B/R Football (@brfootball) May 28, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira