Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 16:00 Ónefndur sjómaður sendi myndband til að sýna hvernig skipverjar hefðu getað brugðist við vandanum. Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Þeir birtu sjálfir myndband af uppátækinu, að því er virðist til þess að stuða fólk, og birtu á samfélagsmiðlum.Viðbrögðin voru mikil hjá fólki sem sakaði þá um dýraníð og skepnuskap. Færðu þeir þau rök fyrir því að hákarlinn hefði aldrei haldið lífi hvort eð er og því hefði engu máli skipt þótt sporðurinn væri skorinn af.Töluvert hefur verið deilt um þetta í umræðum á netinu, bæði á Facebook og í ummælakerfum fjölmiðlanna. Sumir taka undir með skipverjunum, segja hákarlinn myndu deyja hvort sem er og sjómenn séu vanir því að drepa fiska. Flestir fordæma þó hegðunina og segja hana sýna grimmdarskap. Einn sjómaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sendi Vísi myndband af hákarli flæktum í línu til að sýna hvernig skipverjarnir hefðu getað brugðist við vandanum.Myndbandið má sjá hér að neðan.Fjórir voru um borð í bátnum þegar atvikið átti sér stað. Skipstjóri og þrír skipverjar sem allir komu við sögu á myndbandinu. Þeim þremur hefur öllum verið sagt upp störfum og hegðun þeirra fordæmd af eigendum útgerðarinnar. Hið sama hefur formaður Sjómannasambandsins gert sem telur skipverjana munu eiga erfitt með að fá starf í bransanum á ný. Hann veltir fyrir sér hvort um of harkaleg viðbrögð sé að ræða að reka þá án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt.Málið er á borði Matvælastofnunar sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að þeim skipverja sem skar sporðinn af. Rætt hefur við hann og svo virðist sem aðeins sé spursmál hvort hann hljóti stjórnvaldssekt eða verði kærður til lögreglu. Skipverjarnir þrír hafa ekkert tjáð sig um málið undanfarinn sólarhring en Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í þá. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58 Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. 29. maí 2019 10:58
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. 29. maí 2019 11:47
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42