Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 10:58 Sporðlaus hákarlinn sést synda í burtu frá bátnum. Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09