Innlent

Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. Þar virðist hákarlinn hafa flækst í línunni og bregða skipverjarnir á það ráð að skera af honum sporðinn til að losa hann.

Í framhaldinu sést hákarlinn synda í burtu og blæðir úr honum. Vísir hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í skipverjana tvo í dag og útgerðina sömuleiðis en án árangurs.

Annar skipverjinn birti myndbandið á Facebook og því fylgdu skilaboðin: „Nú verður allt vitlaust (hann var hálfdauður)“

Mikil reiði hefur skapast vegna málsins meðal annars á Facebook-síðunni hjá Christel Ýr Johansen. Myndbandi hennar hefur verið dreift á þriðja hundrað sinnum og margir sem tjá sig um athæfið.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn(hja)visir.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×