Enskt vor eins og það hefur aldrei sést áður í sögu fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 16:30 Það er þegar orðið öruggt að ensk lið vinna þessa tvo eftirstóttu bikara í ár. Samsett/Getty Ensku liðin Tottenham, Liverpool, Chelsea og Arsenal komust öll í úrslitaleik í Evrópukeppni í ár og skrifuðu með því nýjan kafla í sögu Evrópukeppnanna. Það hefur vissulega komið fyrir áður að lið frá sama landi mætist í úrslitaleik í Evrópukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem sama þjóð á öll fjögur liðin í úrslitaleikjunum tveimur.Liverpool, Arsenal, Tottenham and Chelsea have made history this week. It is the first time all four finalists in Europe's top two competitions have come from one nation.https://t.co/gzTuHxOAKm#CFC#Spurs#LFC#Arsenal#ChampionsLeague#EuropaLeague#bbcfootballpic.twitter.com/hNhFQ2U2Q7 — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Tottenham og Liverpool mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid og Chelsea og Arsenal mætast nokkrum dögum fyrr í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það var mikil dramatík í kringum sigurleiki Tottenham, Liverpool og Chelsea en Arsenal átti ekki í miklum erfiðleikum með spænska liðið Valencia.Países con 4 finalistas europeos en una misma temporada: Cuando había 3 torneos: España 1961-62 (Atleti, Barça, Madrid y Valencia). Italia 1989-90 (Fiorentina, Milan, Juve y Sampdoria). Con solo 2 torneos: INGLATERRA 2018-19 (Arsenal, Chelsea, Liverpool, Spurs) — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2019 Það hafa verið tveir enskir úrslitaleikir áður í sögu Evrópukeppninnar en Tottenham vann Wolves í úrslitaleik UEFA-bikarsins 1972 og vorið 2008 mættust Manchester United og Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu. Spánn hafði komist næst þessu með því að eiga þrjú af fjórum liðum í úrslitaleikjunum 2016 en Real Madrid vann þá Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Sevilla vann Evrópudeildina.No European final has yet been played this season and it is already 100% certain that the next European Super Cup will be won by an English team. It is something that had never happened. Glory to the Premier League for such a plenum without precedents in the history of football. pic.twitter.com/imcm0wtMHq — MisterChip (English) (@MisterChiping) May 9, 2019„Getustigið er mjög hátt í Englandi og enska úrvalsdeildin er besta deildin í Evrópu,“ sagði Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sigur á Eintracht Frankfurt í vítakeppni á Stamford Bridge í gærkvöldi. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Bakú í Aserbaísjan sem er í tæplega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð frá London. Það er langt að fara fyrir stuðningsmenn liðanna en UEFA var heldur ekki að láta Chelsea eða Arsenal fá marga miða á leikinn. Leikvangurinn tekur meira en 68 þúsund manns en Chelsea og Arsenal fá aðeins sex þúsund miða hvort félag. Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal verða því aðeins rúmlega sautján prósent áhorfenda á leiknum sem er galin staðreynd. Þessi árangur ensku liðanna þýðir að það munu tvö ensk lið mætast í Súperbikar UEFA í haust en þar mætast alltaf liðin sem vinna Meistaradeildina og Evrópudeildina. Sá leikur fer fram í Istanbul í Tyrklandi.The 2018-19 #UEL Final will be the 10th time both finalists are from the same nation: 1972: 1980: v 1990: v 1991: v 1995: v 1998: v 2007: v 2011: v 2012: v 2019: br> 2019 the first time both are from the same city. pic.twitter.com/Fd7nWg1Cdq — Squawka Football (@Squawka) May 9, 20192014 UCL UEL USC CWC 2015 UCL UEL USC CWC 2016 UCL UEL USC CWC 2017 UCL UEL USC CWC 2018 UCL UEL USC CWC 2019 UCL UEL USC — MisterChip (English) (@MisterChiping) May 9, 2019 Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Ensku liðin Tottenham, Liverpool, Chelsea og Arsenal komust öll í úrslitaleik í Evrópukeppni í ár og skrifuðu með því nýjan kafla í sögu Evrópukeppnanna. Það hefur vissulega komið fyrir áður að lið frá sama landi mætist í úrslitaleik í Evrópukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem sama þjóð á öll fjögur liðin í úrslitaleikjunum tveimur.Liverpool, Arsenal, Tottenham and Chelsea have made history this week. It is the first time all four finalists in Europe's top two competitions have come from one nation.https://t.co/gzTuHxOAKm#CFC#Spurs#LFC#Arsenal#ChampionsLeague#EuropaLeague#bbcfootballpic.twitter.com/hNhFQ2U2Q7 — BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019Tottenham og Liverpool mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid og Chelsea og Arsenal mætast nokkrum dögum fyrr í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það var mikil dramatík í kringum sigurleiki Tottenham, Liverpool og Chelsea en Arsenal átti ekki í miklum erfiðleikum með spænska liðið Valencia.Países con 4 finalistas europeos en una misma temporada: Cuando había 3 torneos: España 1961-62 (Atleti, Barça, Madrid y Valencia). Italia 1989-90 (Fiorentina, Milan, Juve y Sampdoria). Con solo 2 torneos: INGLATERRA 2018-19 (Arsenal, Chelsea, Liverpool, Spurs) — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2019 Það hafa verið tveir enskir úrslitaleikir áður í sögu Evrópukeppninnar en Tottenham vann Wolves í úrslitaleik UEFA-bikarsins 1972 og vorið 2008 mættust Manchester United og Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu. Spánn hafði komist næst þessu með því að eiga þrjú af fjórum liðum í úrslitaleikjunum 2016 en Real Madrid vann þá Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Sevilla vann Evrópudeildina.No European final has yet been played this season and it is already 100% certain that the next European Super Cup will be won by an English team. It is something that had never happened. Glory to the Premier League for such a plenum without precedents in the history of football. pic.twitter.com/imcm0wtMHq — MisterChip (English) (@MisterChiping) May 9, 2019„Getustigið er mjög hátt í Englandi og enska úrvalsdeildin er besta deildin í Evrópu,“ sagði Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sigur á Eintracht Frankfurt í vítakeppni á Stamford Bridge í gærkvöldi. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Bakú í Aserbaísjan sem er í tæplega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð frá London. Það er langt að fara fyrir stuðningsmenn liðanna en UEFA var heldur ekki að láta Chelsea eða Arsenal fá marga miða á leikinn. Leikvangurinn tekur meira en 68 þúsund manns en Chelsea og Arsenal fá aðeins sex þúsund miða hvort félag. Stuðningsmenn Chelsea og Arsenal verða því aðeins rúmlega sautján prósent áhorfenda á leiknum sem er galin staðreynd. Þessi árangur ensku liðanna þýðir að það munu tvö ensk lið mætast í Súperbikar UEFA í haust en þar mætast alltaf liðin sem vinna Meistaradeildina og Evrópudeildina. Sá leikur fer fram í Istanbul í Tyrklandi.The 2018-19 #UEL Final will be the 10th time both finalists are from the same nation: 1972: 1980: v 1990: v 1991: v 1995: v 1998: v 2007: v 2011: v 2012: v 2019: br> 2019 the first time both are from the same city. pic.twitter.com/Fd7nWg1Cdq — Squawka Football (@Squawka) May 9, 20192014 UCL UEL USC CWC 2015 UCL UEL USC CWC 2016 UCL UEL USC CWC 2017 UCL UEL USC CWC 2018 UCL UEL USC CWC 2019 UCL UEL USC — MisterChip (English) (@MisterChiping) May 9, 2019
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira