Enski boltinn

Pogba ekki búinn að jafna sig á framkomu Mourinho og vill út

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba vill fara til Madrídar.
Paul Pogba vill fara til Madrídar. vísir/getty
Paul Pogba er staðráðinn í að yfirgefa Manchester United í sumar þar sem að eitraður andi José Mourinho svífur enn yfir vötnum á Old Trafford, að því fram kemur í frétt London Evening Standard.

Heimildarmenn nánir Pogba segja hann vilja komast burt þrátt fyrir að hann hafi unnið stríðið gegn Portúgalnum sem að var rekinn í desember. Eftir brotthvarf Mourinho spilaði Pogba stórkostlega í rúma tvo mánuði en hefur nú lítið getað að undanförnu samhliða liðinu.

Pogba er sagður enn vera svekktur yfir framkomu Mourinho í sinn garð en hann var sviptur titlinum varafyrirliði og ekki notaður í stórleikjum rétt áður en að Mourinho var rekinn.

Hann er sagður ekki vera búinn að fyrirgefa yfirmönnum á Old Trafford það, að stíga ekki inn inn fyrr og það gæti komið í bakið á United-mönnum. Nú er hann sagður ólmur vilja komast til Real Madrid.

Ed Woodward og félagar á skrifstofu United hafa gefið út að Pogba sé ekki til sölu en þeir gætu nú lent í annarri baráttu um að halda Frakkanum eftir að Barcelona reyndi að fá hann síðasta sumar.

Það hjálpar ekki Manchester United að vera ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Pogba á þó tvö ár eftir af samningi sínum við United sem hægt er að framlengja um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×