Íslenski boltinn

Ekkert nema ást á milli Blika og HK-inga í Ástríðunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli.
HK og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli. Vísir/Bára

Stefán Árni Pálsson fylgdist með gangi mála á bak við tjöldin þegar Kópavogsliðin HK og Breiðablik mættust á dögunum í Kórnum í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta.

Stefán Árni hitti stuðningsmenn beggja liða fyrir leik og var að leita uppi þennan fræga ríg á milli Kópavogsfélaganna.

Það kom hins vegar fljótt í ljós í þeirri leit að það er ekkert nema ást á milli Blika og HK-inga. Allavega fyrir leik. „Við erum Blikar og við hötum engan,“ sagði einn af reynsluboltunum Blika í stúkunni.

Stefán Árni gekk líka á milli manna í stúkunni og hitti suma frægari en aðra.

HK og Breiðablik gerðu síðan 2-2 jafntefli í leiknum eftir að Blikar náðu að jafna með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Menn voru því í misgóðu skapi þegar Stefán Árni hitti stuðningsmenn félaganna strax eftir leikinn.

Blikar spiluðu ekki vel í leiknum en fögnuðu í leikslok á meðan HK-liðið spilaði mjög vel í þessum leik og það var því svekkjandi fyrir þá að sjá á eftir tveimur dýrmætum stigum í lokin.

Hér fyrir neðan má sjá Ástríðuna frá leik HK og Breiðabliks í 2. umferð Pepsi Max deild karla.

Klippa: Ástríðan mætti á leik HK og BreiðabliksAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.