Íslenski boltinn

Ekkert nema ást á milli Blika og HK-inga í Ástríðunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli.
HK og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli. Vísir/Bára
Stefán Árni Pálsson fylgdist með gangi mála á bak við tjöldin þegar Kópavogsliðin HK og Breiðablik mættust á dögunum í Kórnum í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta.

Stefán Árni hitti stuðningsmenn beggja liða fyrir leik og var að leita uppi þennan fræga ríg á milli Kópavogsfélaganna.

Það kom hins vegar fljótt í ljós í þeirri leit að það er ekkert nema ást á milli Blika og HK-inga. Allavega fyrir leik. „Við erum Blikar og við hötum engan,“ sagði einn af reynsluboltunum Blika í stúkunni.

Stefán Árni gekk líka á milli manna í stúkunni og hitti suma frægari en aðra.

HK og Breiðablik gerðu síðan 2-2 jafntefli í leiknum eftir að Blikar náðu að jafna með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Menn voru því í misgóðu skapi þegar Stefán Árni hitti stuðningsmenn félaganna strax eftir leikinn.

Blikar spiluðu ekki vel í leiknum en fögnuðu í leikslok á meðan HK-liðið spilaði mjög vel í þessum leik og það var því svekkjandi fyrir þá að sjá á eftir tveimur dýrmætum stigum í lokin.

Hér fyrir neðan má sjá Ástríðuna frá leik HK og Breiðabliks í 2. umferð Pepsi Max deild karla.

Klippa: Ástríðan mætti á leik HK og Breiðabliks

Fleiri fréttir

Sjá meira


×