Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Mannorð nóbelsverðlaunahafans hefur beðið megna hnekki undanfarin misseri. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira