Íslenski boltinn

Þór hafði betur gegn Njarðvík

Dagur Lárusson skrifar
Tap hjá Njarðvík í dag.
Tap hjá Njarðvík í dag.
Þórsara fóru með sigur af hólmi gegn Njarðvíkingum í Inkasso-deildinni í dag en þar var lokastaðan 2-0.

 

Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og því bæði með þrjú stig fyrir leik dagsins. Þórsara unnu 3-1 sigur á Aftureldingu á meðan Njarðvík vann sterkan útisigur á Þrótti 2-3.

 

Bæði lið fóru heldur rólega af stað en þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru færin að koma. Það var síðan á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins þar sem bæði mörk leiksins litu dagsins ljós. Það fyrra kom á 42. mínútu en það var Sveinn Elías Jónsson sem skoraði það af stuttu færi. Það var síðan Arnar Helgi Magnússon sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark áður en flautað var til hálfleiksins.

 

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í seinni hálfleiknum en allt kom fyrir ekki og sigur Þórsara því staðreynd og þeir því komnir með sex stig í deildinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×