Íslenski boltinn

Keflavík kom til baka gegn Magna

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá Keflavík.
Úr leik hjá Keflavík. Vísir/Ernir
Keflavík vann sinn leik í fyrstu umferðinni en það var 2-1 sigur á Fram á meðan Magni steinlá gegn Leikni.

 

Það voru Magnamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins en það kom á 42. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Ívar Sigurbjörnsson skoraði mark Magna.

 

Liðsmenn Keflavíkur mættu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin.

 

Jöfnunarmarkið kom svo á 60. mínútu en það var Ingimundur Guðnason sem skoraði markið. Þetta mark var þó aðeins byrjunin því tveimur mínútum seinn var Adam Árni Róbertsson búinn að koma Keflavík yfir í fyrsta sinn í leiknum.

 

Þá var það komið að Magna að reyna að jafna metin en það gerðist þó ekki. Hinsvegar náðu Keflvíkingar að skora þriðja markið en það gerði Rúnar Þór Sigurgeirsson og lokastaðan því 1-3.

 

Keflavík er því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Magni er enn án stiga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×