Ólafur Ingi: Skil ekki að KSÍ setji þennan mann á þennan leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2019 21:53 Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði Fylkis. vísir/vilhelm Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira