Erlent

Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Julian Assange mætir í dómsal í London í síðasta mánuði.
Julian Assange mætir í dómsal í London í síðasta mánuði. Getty/Jack Taylor

Saksóknari í Svíþjóð mun í dag taka afstöðu til þess hvort rannsóknin gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks verði hafin að nýju, en hann var á sínum tíma sakaður um nauðgun í Svíþjóð.



Assange hefur ávallt neitað sök í málinu en flúði inn í sendiráð Ekvadors í London til að komast hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar.



Málið var síðan látið niður falla í Svíþjóð en Eva-Marie Persson yfirsaksóknari mun í dag taka ákvörðun um framhaldið en konan sem sakaði Assange um nauðgun í upphafi fer nú fram á að málið verði rannsakað að nýju í ljósi þess að Assange hefur verið færður úr sendiráðinu og handtekinn.


Tengdar fréttir

Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010.

Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×