Enski boltinn

Messan greinir af hverju Liverpool missti af titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir eftir leik í gær.
Klopp þakkar stuðningsmönnum fyrir eftir leik í gær. vísir/getty
Þrátt fyrir þriðja besta árangurinn frá upphafi í sögu ensku úrvalsdeildarinnar varð Liverpool að sætta sig við silfur og Messudrengir fóru yfir tímabil þeirra.

„Liverpool leiddi mótið með sjö stigum er við fórum inn í nýtt ár. Svo kom erfiður tími hjá félaginu sem kostaði sitt,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Kannski bar pressan að leiða mótið þá svolítið ofurliði.“

Ríkharður Daðason tók í sama streng.

„Á þessum tíma var ekki taktur í sóknarleiknum. Það var eins og allir væru meðvitaðir um að þeir væru við stýrið og það kom pínu þrýstingur. Það var eitthvað off hjá þeim á þessum tíma.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um Liverpool og tímabilið

Tengdar fréttir

Mané skoraði tvö í sigri Liverpool

Liverpool bar sigurorð á Wolves á Anfield í dag en það nægði þó ekki til þess að tryggja liðinu enska meistaratitilinn.

Van Dijk valinn sá besti

Hollendingurinn valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×