Enski boltinn

Sjáðu Mike Dean tryllast í stúkunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dean tekur hér Aron Einar til bæna.
Dean tekur hér Aron Einar til bæna. vísir/getty
Einn skrautlegasti dómari ensku úrvalsdeildarinnar, Mike Dean, stal senunni í gær en ekki sem dómari heldur sem áhorfandi.

Það er oft sagt að Dean hljóti að halda með hinu eða þessu félagi í úrvalsdeildinni en eftir að hafa séð hann í stúkunni í gær efast enginn um að hans lið er Tranmere Rovers.





Dean var mættur til þess að styðja Tranmere gegn Forest Green Rovers í umspili ensku D-deildarinnar og leiddi fólkið í stúkunni með frábærum töktum.

Hans menn eru nú komnir í úrslitaleikinn á Wembley og geta þar komist upp í C-deildina.

Það eru góðir dagar hjá Dean en í síðasta mánuði varð hann fyrsti dómarinn til þess að gefa 100 rauð spjöld í ensku úrvalsdeildinni. Hann sendi þá Ashley Young, leikmann Man. Utd, í sturtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×