„Solskjær er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:00 Ander Herrera fær skilaboð frá Ole Gunnari Solskjær. Getty/Tom Purslow Ander Herrera fer fögrum orðum um norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær en varar við því að það gæti tekið langan tíma að koma Manchester United aftur á toppinn. Spænski miðjumaðurinn er á förum frá Manchester United eftir fimm ár hjá félaginu. Endir Ander Herrera hjá Manchester United var ekki glæsilegur því liðið vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum á leiktíðinni og endaði jafnlangt (í stigum) frá því að vinna deildina og falla úr henni.Manchester United need time to reclaim Premier League, says Ander Herrera https://t.co/STMG3sDMZD — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019Hinn 29 ára gamli Ander Herrera trúir því að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn í starfið en segir að það muni taka sinn tíma að koma United aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.. „Ég hef mikla trú á Ole og ég hef líka trú á Michael [Carrick], Kieran [McKenna], Mike Phelan og Demps [Mark Dempsey]. Það breytir ekki því að þeirra bíður erfitt starf. Það er skoðun mín sem stuðningsmanns og manns sem þekkir félagið vel,“ sagði Ander Herrera við Guardian. Búist er við því að Ander Herrera gangi til liðs við Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir að Manchester United ætti að skoða það hvernig Liverpool kom sér aftur upp í hóp bestu liða deildarinnar. „Félagið mun þurfa tíma, sjálfstraust og stuðning. Ég er viss um að þeir fái það en það eina sem ég bið sérstaklega um er tími. Þetta verður ekki auðvelt. Liverpool mun væntanlega vinna Meistaradeildina en ég er að fara frá Manchester United og Liverpool hefur ekki unnið titil þessi fimm ár sem ég hef verið hér. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf þar en stuðningsmennirnir hafa líka gefið þeim tíma. Það er það sem Manchester United þarf núna,“ sagði Ander Herrera.Manner of Ander Herrera’s exit reflects distorted priorities of United owners | Barry Glendenning https://t.co/jmfQKBSe6L — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019„Ég er viss um að United þurfi ekki að bíða í 30 ár eftir titlinum af því að Solskjær er rétti maðurinn í starfið. Ég vona að Manchester United vinni titilinn á næsta tímabili en ég held að liðið þurfi aðeins lengri tíma,“ sagði Herrera. Herrera talar einstaklega vel um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær. „Hann er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum. Allir í klefanum elska hann. Allir vilja berjast fyrir hann. Þegar þú hefur menn sem vilja berjast fyrir þig þá er stór hluti starfsins að baki. Ég trúi á karma og ef þú ert góð manneskja, hreinskilinn og einlægur við leikmenn og stuðningsfólk þá mun það skila árangri á endanum,“ sagði Herrera.Ander Herrera confirms decision to leave Manchester United https://t.co/2uGHrlWxyx — Guardian sport (@guardian_sport) May 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Ander Herrera fer fögrum orðum um norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær en varar við því að það gæti tekið langan tíma að koma Manchester United aftur á toppinn. Spænski miðjumaðurinn er á förum frá Manchester United eftir fimm ár hjá félaginu. Endir Ander Herrera hjá Manchester United var ekki glæsilegur því liðið vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum á leiktíðinni og endaði jafnlangt (í stigum) frá því að vinna deildina og falla úr henni.Manchester United need time to reclaim Premier League, says Ander Herrera https://t.co/STMG3sDMZD — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019Hinn 29 ára gamli Ander Herrera trúir því að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn í starfið en segir að það muni taka sinn tíma að koma United aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.. „Ég hef mikla trú á Ole og ég hef líka trú á Michael [Carrick], Kieran [McKenna], Mike Phelan og Demps [Mark Dempsey]. Það breytir ekki því að þeirra bíður erfitt starf. Það er skoðun mín sem stuðningsmanns og manns sem þekkir félagið vel,“ sagði Ander Herrera við Guardian. Búist er við því að Ander Herrera gangi til liðs við Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir að Manchester United ætti að skoða það hvernig Liverpool kom sér aftur upp í hóp bestu liða deildarinnar. „Félagið mun þurfa tíma, sjálfstraust og stuðning. Ég er viss um að þeir fái það en það eina sem ég bið sérstaklega um er tími. Þetta verður ekki auðvelt. Liverpool mun væntanlega vinna Meistaradeildina en ég er að fara frá Manchester United og Liverpool hefur ekki unnið titil þessi fimm ár sem ég hef verið hér. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf þar en stuðningsmennirnir hafa líka gefið þeim tíma. Það er það sem Manchester United þarf núna,“ sagði Ander Herrera.Manner of Ander Herrera’s exit reflects distorted priorities of United owners | Barry Glendenning https://t.co/jmfQKBSe6L — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019„Ég er viss um að United þurfi ekki að bíða í 30 ár eftir titlinum af því að Solskjær er rétti maðurinn í starfið. Ég vona að Manchester United vinni titilinn á næsta tímabili en ég held að liðið þurfi aðeins lengri tíma,“ sagði Herrera. Herrera talar einstaklega vel um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær. „Hann er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum. Allir í klefanum elska hann. Allir vilja berjast fyrir hann. Þegar þú hefur menn sem vilja berjast fyrir þig þá er stór hluti starfsins að baki. Ég trúi á karma og ef þú ert góð manneskja, hreinskilinn og einlægur við leikmenn og stuðningsfólk þá mun það skila árangri á endanum,“ sagði Herrera.Ander Herrera confirms decision to leave Manchester United https://t.co/2uGHrlWxyx — Guardian sport (@guardian_sport) May 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira