„Solskjær er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:00 Ander Herrera fær skilaboð frá Ole Gunnari Solskjær. Getty/Tom Purslow Ander Herrera fer fögrum orðum um norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær en varar við því að það gæti tekið langan tíma að koma Manchester United aftur á toppinn. Spænski miðjumaðurinn er á förum frá Manchester United eftir fimm ár hjá félaginu. Endir Ander Herrera hjá Manchester United var ekki glæsilegur því liðið vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum á leiktíðinni og endaði jafnlangt (í stigum) frá því að vinna deildina og falla úr henni.Manchester United need time to reclaim Premier League, says Ander Herrera https://t.co/STMG3sDMZD — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019Hinn 29 ára gamli Ander Herrera trúir því að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn í starfið en segir að það muni taka sinn tíma að koma United aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.. „Ég hef mikla trú á Ole og ég hef líka trú á Michael [Carrick], Kieran [McKenna], Mike Phelan og Demps [Mark Dempsey]. Það breytir ekki því að þeirra bíður erfitt starf. Það er skoðun mín sem stuðningsmanns og manns sem þekkir félagið vel,“ sagði Ander Herrera við Guardian. Búist er við því að Ander Herrera gangi til liðs við Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir að Manchester United ætti að skoða það hvernig Liverpool kom sér aftur upp í hóp bestu liða deildarinnar. „Félagið mun þurfa tíma, sjálfstraust og stuðning. Ég er viss um að þeir fái það en það eina sem ég bið sérstaklega um er tími. Þetta verður ekki auðvelt. Liverpool mun væntanlega vinna Meistaradeildina en ég er að fara frá Manchester United og Liverpool hefur ekki unnið titil þessi fimm ár sem ég hef verið hér. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf þar en stuðningsmennirnir hafa líka gefið þeim tíma. Það er það sem Manchester United þarf núna,“ sagði Ander Herrera.Manner of Ander Herrera’s exit reflects distorted priorities of United owners | Barry Glendenning https://t.co/jmfQKBSe6L — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019„Ég er viss um að United þurfi ekki að bíða í 30 ár eftir titlinum af því að Solskjær er rétti maðurinn í starfið. Ég vona að Manchester United vinni titilinn á næsta tímabili en ég held að liðið þurfi aðeins lengri tíma,“ sagði Herrera. Herrera talar einstaklega vel um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær. „Hann er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum. Allir í klefanum elska hann. Allir vilja berjast fyrir hann. Þegar þú hefur menn sem vilja berjast fyrir þig þá er stór hluti starfsins að baki. Ég trúi á karma og ef þú ert góð manneskja, hreinskilinn og einlægur við leikmenn og stuðningsfólk þá mun það skila árangri á endanum,“ sagði Herrera.Ander Herrera confirms decision to leave Manchester United https://t.co/2uGHrlWxyx — Guardian sport (@guardian_sport) May 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Ander Herrera fer fögrum orðum um norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær en varar við því að það gæti tekið langan tíma að koma Manchester United aftur á toppinn. Spænski miðjumaðurinn er á förum frá Manchester United eftir fimm ár hjá félaginu. Endir Ander Herrera hjá Manchester United var ekki glæsilegur því liðið vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum á leiktíðinni og endaði jafnlangt (í stigum) frá því að vinna deildina og falla úr henni.Manchester United need time to reclaim Premier League, says Ander Herrera https://t.co/STMG3sDMZD — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019Hinn 29 ára gamli Ander Herrera trúir því að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn í starfið en segir að það muni taka sinn tíma að koma United aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.. „Ég hef mikla trú á Ole og ég hef líka trú á Michael [Carrick], Kieran [McKenna], Mike Phelan og Demps [Mark Dempsey]. Það breytir ekki því að þeirra bíður erfitt starf. Það er skoðun mín sem stuðningsmanns og manns sem þekkir félagið vel,“ sagði Ander Herrera við Guardian. Búist er við því að Ander Herrera gangi til liðs við Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir að Manchester United ætti að skoða það hvernig Liverpool kom sér aftur upp í hóp bestu liða deildarinnar. „Félagið mun þurfa tíma, sjálfstraust og stuðning. Ég er viss um að þeir fái það en það eina sem ég bið sérstaklega um er tími. Þetta verður ekki auðvelt. Liverpool mun væntanlega vinna Meistaradeildina en ég er að fara frá Manchester United og Liverpool hefur ekki unnið titil þessi fimm ár sem ég hef verið hér. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf þar en stuðningsmennirnir hafa líka gefið þeim tíma. Það er það sem Manchester United þarf núna,“ sagði Ander Herrera.Manner of Ander Herrera’s exit reflects distorted priorities of United owners | Barry Glendenning https://t.co/jmfQKBSe6L — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019„Ég er viss um að United þurfi ekki að bíða í 30 ár eftir titlinum af því að Solskjær er rétti maðurinn í starfið. Ég vona að Manchester United vinni titilinn á næsta tímabili en ég held að liðið þurfi aðeins lengri tíma,“ sagði Herrera. Herrera talar einstaklega vel um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær. „Hann er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum. Allir í klefanum elska hann. Allir vilja berjast fyrir hann. Þegar þú hefur menn sem vilja berjast fyrir þig þá er stór hluti starfsins að baki. Ég trúi á karma og ef þú ert góð manneskja, hreinskilinn og einlægur við leikmenn og stuðningsfólk þá mun það skila árangri á endanum,“ sagði Herrera.Ander Herrera confirms decision to leave Manchester United https://t.co/2uGHrlWxyx — Guardian sport (@guardian_sport) May 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira