„Solskjær er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:00 Ander Herrera fær skilaboð frá Ole Gunnari Solskjær. Getty/Tom Purslow Ander Herrera fer fögrum orðum um norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær en varar við því að það gæti tekið langan tíma að koma Manchester United aftur á toppinn. Spænski miðjumaðurinn er á förum frá Manchester United eftir fimm ár hjá félaginu. Endir Ander Herrera hjá Manchester United var ekki glæsilegur því liðið vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum á leiktíðinni og endaði jafnlangt (í stigum) frá því að vinna deildina og falla úr henni.Manchester United need time to reclaim Premier League, says Ander Herrera https://t.co/STMG3sDMZD — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019Hinn 29 ára gamli Ander Herrera trúir því að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn í starfið en segir að það muni taka sinn tíma að koma United aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.. „Ég hef mikla trú á Ole og ég hef líka trú á Michael [Carrick], Kieran [McKenna], Mike Phelan og Demps [Mark Dempsey]. Það breytir ekki því að þeirra bíður erfitt starf. Það er skoðun mín sem stuðningsmanns og manns sem þekkir félagið vel,“ sagði Ander Herrera við Guardian. Búist er við því að Ander Herrera gangi til liðs við Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir að Manchester United ætti að skoða það hvernig Liverpool kom sér aftur upp í hóp bestu liða deildarinnar. „Félagið mun þurfa tíma, sjálfstraust og stuðning. Ég er viss um að þeir fái það en það eina sem ég bið sérstaklega um er tími. Þetta verður ekki auðvelt. Liverpool mun væntanlega vinna Meistaradeildina en ég er að fara frá Manchester United og Liverpool hefur ekki unnið titil þessi fimm ár sem ég hef verið hér. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf þar en stuðningsmennirnir hafa líka gefið þeim tíma. Það er það sem Manchester United þarf núna,“ sagði Ander Herrera.Manner of Ander Herrera’s exit reflects distorted priorities of United owners | Barry Glendenning https://t.co/jmfQKBSe6L — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019„Ég er viss um að United þurfi ekki að bíða í 30 ár eftir titlinum af því að Solskjær er rétti maðurinn í starfið. Ég vona að Manchester United vinni titilinn á næsta tímabili en ég held að liðið þurfi aðeins lengri tíma,“ sagði Herrera. Herrera talar einstaklega vel um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær. „Hann er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum. Allir í klefanum elska hann. Allir vilja berjast fyrir hann. Þegar þú hefur menn sem vilja berjast fyrir þig þá er stór hluti starfsins að baki. Ég trúi á karma og ef þú ert góð manneskja, hreinskilinn og einlægur við leikmenn og stuðningsfólk þá mun það skila árangri á endanum,“ sagði Herrera.Ander Herrera confirms decision to leave Manchester United https://t.co/2uGHrlWxyx — Guardian sport (@guardian_sport) May 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Ander Herrera fer fögrum orðum um norska knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær en varar við því að það gæti tekið langan tíma að koma Manchester United aftur á toppinn. Spænski miðjumaðurinn er á förum frá Manchester United eftir fimm ár hjá félaginu. Endir Ander Herrera hjá Manchester United var ekki glæsilegur því liðið vann aðeins tvo af síðustu tíu leikjum sínum á leiktíðinni og endaði jafnlangt (í stigum) frá því að vinna deildina og falla úr henni.Manchester United need time to reclaim Premier League, says Ander Herrera https://t.co/STMG3sDMZD — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019Hinn 29 ára gamli Ander Herrera trúir því að Ole Gunnar Solskjær sé rétti maðurinn í starfið en segir að það muni taka sinn tíma að koma United aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.. „Ég hef mikla trú á Ole og ég hef líka trú á Michael [Carrick], Kieran [McKenna], Mike Phelan og Demps [Mark Dempsey]. Það breytir ekki því að þeirra bíður erfitt starf. Það er skoðun mín sem stuðningsmanns og manns sem þekkir félagið vel,“ sagði Ander Herrera við Guardian. Búist er við því að Ander Herrera gangi til liðs við Paris Saint-Germain í sumar. Hann segir að Manchester United ætti að skoða það hvernig Liverpool kom sér aftur upp í hóp bestu liða deildarinnar. „Félagið mun þurfa tíma, sjálfstraust og stuðning. Ég er viss um að þeir fái það en það eina sem ég bið sérstaklega um er tími. Þetta verður ekki auðvelt. Liverpool mun væntanlega vinna Meistaradeildina en ég er að fara frá Manchester United og Liverpool hefur ekki unnið titil þessi fimm ár sem ég hef verið hér. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf þar en stuðningsmennirnir hafa líka gefið þeim tíma. Það er það sem Manchester United þarf núna,“ sagði Ander Herrera.Manner of Ander Herrera’s exit reflects distorted priorities of United owners | Barry Glendenning https://t.co/jmfQKBSe6L — Guardian news (@guardiannews) May 13, 2019„Ég er viss um að United þurfi ekki að bíða í 30 ár eftir titlinum af því að Solskjær er rétti maðurinn í starfið. Ég vona að Manchester United vinni titilinn á næsta tímabili en ég held að liðið þurfi aðeins lengri tíma,“ sagði Herrera. Herrera talar einstaklega vel um Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær. „Hann er ein besta manneskja sem ég hef hitt í fótboltanum. Allir í klefanum elska hann. Allir vilja berjast fyrir hann. Þegar þú hefur menn sem vilja berjast fyrir þig þá er stór hluti starfsins að baki. Ég trúi á karma og ef þú ert góð manneskja, hreinskilinn og einlægur við leikmenn og stuðningsfólk þá mun það skila árangri á endanum,“ sagði Herrera.Ander Herrera confirms decision to leave Manchester United https://t.co/2uGHrlWxyx — Guardian sport (@guardian_sport) May 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti