Enski boltinn

Liverpool náði ekki meti „Crazy Gang“ en komst nær því en öll önnur lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mané skoraði sex skallamörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og deildi þar efsta sæti með Aleksandar Mitrovic og Chris Wood.
Sadio Mané skoraði sex skallamörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og deildi þar efsta sæti með Aleksandar Mitrovic og Chris Wood. Getty/Simon Stacpoole
Liverpool skoraði ófá skallamörkin á þessari leiktíð og það þarf að fara aftur til tímabilsins 1995-96 til að finna annan eins fjölda skallamarka hjá einu liði í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool skoraði alls 19 skallamörk í ensku úrvalsdeildinni 2018-19 sem er það mesta hjá einu liði síðan að Wimbledon skoraði 22 skallamörk tímabilið 1995-95.

21 prósent marka Liverpool voru skoruð með höfðinu þetta tímabilið eða 19 af 89.





Það Wimbledon lið frá 1995 til 1996 var með viðurnefnið „Crazy Gang“ en með þessu liði léku menn eins og Vinnie Jones, Robbie Earle, Dean Holdsworth og Efan Ekoku svo einhverjir séu nefndir.

Wimbledon liðið endaði í fjórtánda sæti tímabilið 1995 til 96 en 40 prósent marka liðsins voru skoruð með skalla eða 22 af 55.

Átta leikmenn Liverpool skoruðu mark með skalla í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Sadio Mané skoraði langflest eða sex mörk.

Skallamörk Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2018-19:

1. Sadio Mané 6

2. Roberto Firmino 3

2. Virgil van Dijk 3

4. Divock Origi 2

5. Naby Keita 1

5. Joel Matip 1

5. Fabinho 1

5. Georginio Wijnaldum 1

Flest skallamörk félaga í ensku úrvalsdeildinni 2018-19:

1. Liverpool    19

2. Tottenham Hotspur    14

3. Burnley    13

4. Everton    13

5. Manchester City    12

6. Newcastle   12

7. Bournemouth    11

8. Brighton and Hove Albion    10

9. West Ham   10

10. Wolves    10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×