Íslenski boltinn

Mikil markaveisla í Víkingsleikjunum í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen er kominn með tvö mörk í sumar en Víkingsliðið hefur fengið á sig þrjú mörk eða fleiri í þremur af fjórum leikjum sínum.
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen er kominn með tvö mörk í sumar en Víkingsliðið hefur fengið á sig þrjú mörk eða fleiri í þremur af fjórum leikjum sínum. Vísir/Bára

Víkingar hafa boðið upp á mikið af mörkum en minna af stigum í fyrstu leikjum sínum í Pepsi Max deild karla í sumar.

Arnar Gunnlaugsson skoraði á sínum tíma 15 mörk í 7 leikjum með Skagaliðinu sumarið 1995. Það er líka nóg af mörkum í fyrstu leikjum hans sem þjálfari Víkinga.

Víkingar töpuðu 4-3 á móti Stjörnunni í gærkvöldi og hafa enn bara tvö stig í deildinni. Það er merkilegt ekki síst þar sem aðeins Skagamenn hafa skorað fleiri mörk en Víkingsliðið í Pepsi Max deildinni í sumar.

Átta mörk Víkinga hafa aðeins skilað liðinu tveimur stigum sem er heldur rýr uppskera. Vandamálið er að Víkingar hafa fengið á sig ellefu mörk eða mun fleiri en öll önnur lið í deildinni.

Þetta tvennt gerir hinsvegar að verkum að það hafa verið skoruð 19 mörk í fyrstu fjórum leikjum Víkinga eða næstum því fimm mörk að meðaltali í leik.

Hingað til í sumar eru því 1,5 fleiri mörk skoruð í Víkingsleikjunum en í leikjum Vals og ÍBV sem komu næst Fossvogsliðinu hvað varðar markaveislu í sínum leikjum.

Fæst mörk eru aftur á móti skoruð í leikjum KR og HK eða aðeins 2,3 mörk að meðaltali hjá hvoru liði.

Mörk að meðaltali í leikjum liða í Pepsi Max deild karla í sumar:
1. Víkingur R.    4,8
2. Valur    3,3
2. ÍBV    3,3
4. ÍA    3,3
5. Stjarnan    3,0
5. Fylkir    3,0
7. Breiðablik    2,8
7. FH    2,8
7. KA    2,8
10. Grindavík    2,7
11. KR    2,3
11. HK    2,3Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.