Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 14:15 Pep Guardiola með gullið um hálsinn um síðustu helgi. Getty/Matthew Ashton Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira