Enski boltinn

United búið að spyrjast fyrir um Sessegnon

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ryan Sessegnon
Ryan Sessegnon vísir/getty

Manchester United er búið að hafa samband við Fulham um möguleg kaup á Ryan Sessegnon samkvæmt heimildum Sky Sports.

Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og því er næsta víst að Lundúnaliðið mun ekki halda í hinn unga Sessegnon en bæði Juventus og Tottenham eru einnig sögð hafa áhuga á honum.

Manchester United er þó eina félagið sem hefur haft samband við Fulham vegna Sessegnon, en hann heldur upp á nítján ára afmælið sitt í dag, laugardag.

Sessegnon var lykilmaður þegar Fulham kom upp úr Championshipdeildinni á síðasta tímabili en hann átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni.

Hann skoraði tvö mörk og lagði upp sex í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann var inn og út úr byrjunarliðinu seinni hluta tímabilsins.

Samkvæmt frétt Sky eru forráðamenn Fulham tilbúnir að láta Sessegnon fara, það sé kominn tími til þess að hleypa honum á önnur og stærri mið.


Tengdar fréttir

Arnór kemst inn á lista yfir bestu táninga heims

Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.