Erlent

Johnson mælist vinsælastur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Boris Johnson.
Boris Johnson. Nordicphotos/AFP

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins.

Alls sögðust 39 prósent aðspurðra helst vilja að Johnson tæki við af May. Dominic Raab, fyrrverandi ráðherra útgöngumála, mældist næstvinsælastur með um þrettán prósenta fylgi. Þeir Johnson og Raab eiga það sameiginlegt að hafa sagt af sér vegna óánægju með það hvernig May hefur haldið utan um útgönguferlið. Johnson vegna áætlunar May um mjúka útgöngu og Raab vegna samningsins sem May gerði við ESB.

May sagði í vikunni að hún ætlaði að opinbera áætlun um leiðtogakjörið þegar atkvæðagreiðslan um Brexit-samninginn er afstaðin. Sú atkvæðagreiðsla fer fram í fyrstu viku júní. Þetta verður í fjórða skipti sem þingið greiðir atkvæði um samninginn en hann hefur verið felldur í hvert einasta skipti, sem og reyndar aðrar hugmyndir um hvernig hátta skuli útgöngu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.