Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 09:00 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi BEREL PEWZNER Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi, að mati ræðismanns Ísraels á Íslandi. Annars vegar að Gyðingar hafi lengi verið án trúarleiðtoga á Íslandi, sem breyttist á síðasta ári með komu fyrsta rabbínans sem hér hefur fasta búsetu. Hin ástæðan er að Ísland er alræmt fyrir andstöðu sína við Ísraelsríki, fyrir vikið vilji íslenskir gyðingar fara huldu höfði hér á landi. Fjallað var um stöðu gyðingdómsins á Íslandi á vef Ozy í gær. Þar segir meðal annars að erfitt sé að áætla fjölda gyðinga á Íslandi, en talið er að þeir geti verið á bilinu núll og upp í nokkur hundruð. „Ástæðan fyrir hinu nákvæma núlli er nokkuð einföld: Stjórnvöld á Íslandi viðurkenna ekki gyðingdóm sem trúarbrögð hvorki lagalega né opinberlega.“ Fjöldi gyðinga í þjóðskrá sé því eðli máls samkvæmt núll, en gyðingar hér á landi eru flestir sagðir skrá sig utan trúfélaga. Það hefur því verið í verkahring fyrsta rabbínans með fasta búsetu á Íslandi, Avi Feldman, að breyta því. Allt frá því að hann kom hingað til lands með fjölskyldu sinni í fyrra hefur hann unnið að því að gera gyðingdóm að möguleika við trúfélagsskráninguna í Þjóðskrá, ferli sem sagt er einkennast af skrifræði og fjölda lagalegra hindrana.Hæstarréttarlögmaðurinn Páll Arnór Pálsson hefur verið rabbínanum til aðstoðar, en Páll er ræðismaður Ísrael á Íslandi. Aðspurður um hvers vegna Gyðingar á Íslandi hafi ekki lagt í skráningarferlið til þessa telur Páll að fyrir því séu fyrrnefndu ástæðurnar tvær: Íslenskir gyðingar hafi verið leiðtogalausir auk þess sem Ísland sé talið hafa horn í síðu Ísraelsríkis. Í umfjöllun Ozy er þessi andstaða sett í samhengi við Eurovision, sem fram fer í Tel Aviv eftir tæplega tvær vikur. Fulltrúar Íslands hafa boðað gjörning gegn Ísrael, auk þess sem þúsundir Íslendinga kröfðust þess að keppnin yrði sniðgengin með öllu. Þá er sérstaklega minnst á ummæli Páls Óskars Hjálmtýssonar, sem hann lét falla um Gyðinga og Ísrael í upphafi febrúar. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar og bætti við að gyðingar væru orðnir eins og sinn „ógeðslegasti óvinur“ í stað þess að læra af sögunni. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“ Bæði Páll og Feldman eru þó vongóðir á að trúfélagsskráningin muni ganga í gegn fljótlega, líklega á næstu 12 mánuðum. Þá verði í fyrsta sinn hægt að fá nákvæmari upplýsingar um fjölda íslenskra gyðinga. Feldman vinnur auk þess að því að koma á laggirnar fyrstu sýnagógunni á Íslandi, eins og Vísir greindi frá í fyrra. Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Trúmál Tengdar fréttir Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38 Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi. 8. maí 2018 06:00 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi, að mati ræðismanns Ísraels á Íslandi. Annars vegar að Gyðingar hafi lengi verið án trúarleiðtoga á Íslandi, sem breyttist á síðasta ári með komu fyrsta rabbínans sem hér hefur fasta búsetu. Hin ástæðan er að Ísland er alræmt fyrir andstöðu sína við Ísraelsríki, fyrir vikið vilji íslenskir gyðingar fara huldu höfði hér á landi. Fjallað var um stöðu gyðingdómsins á Íslandi á vef Ozy í gær. Þar segir meðal annars að erfitt sé að áætla fjölda gyðinga á Íslandi, en talið er að þeir geti verið á bilinu núll og upp í nokkur hundruð. „Ástæðan fyrir hinu nákvæma núlli er nokkuð einföld: Stjórnvöld á Íslandi viðurkenna ekki gyðingdóm sem trúarbrögð hvorki lagalega né opinberlega.“ Fjöldi gyðinga í þjóðskrá sé því eðli máls samkvæmt núll, en gyðingar hér á landi eru flestir sagðir skrá sig utan trúfélaga. Það hefur því verið í verkahring fyrsta rabbínans með fasta búsetu á Íslandi, Avi Feldman, að breyta því. Allt frá því að hann kom hingað til lands með fjölskyldu sinni í fyrra hefur hann unnið að því að gera gyðingdóm að möguleika við trúfélagsskráninguna í Þjóðskrá, ferli sem sagt er einkennast af skrifræði og fjölda lagalegra hindrana.Hæstarréttarlögmaðurinn Páll Arnór Pálsson hefur verið rabbínanum til aðstoðar, en Páll er ræðismaður Ísrael á Íslandi. Aðspurður um hvers vegna Gyðingar á Íslandi hafi ekki lagt í skráningarferlið til þessa telur Páll að fyrir því séu fyrrnefndu ástæðurnar tvær: Íslenskir gyðingar hafi verið leiðtogalausir auk þess sem Ísland sé talið hafa horn í síðu Ísraelsríkis. Í umfjöllun Ozy er þessi andstaða sett í samhengi við Eurovision, sem fram fer í Tel Aviv eftir tæplega tvær vikur. Fulltrúar Íslands hafa boðað gjörning gegn Ísrael, auk þess sem þúsundir Íslendinga kröfðust þess að keppnin yrði sniðgengin með öllu. Þá er sérstaklega minnst á ummæli Páls Óskars Hjálmtýssonar, sem hann lét falla um Gyðinga og Ísrael í upphafi febrúar. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar og bætti við að gyðingar væru orðnir eins og sinn „ógeðslegasti óvinur“ í stað þess að læra af sögunni. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“ Bæði Páll og Feldman eru þó vongóðir á að trúfélagsskráningin muni ganga í gegn fljótlega, líklega á næstu 12 mánuðum. Þá verði í fyrsta sinn hægt að fá nákvæmari upplýsingar um fjölda íslenskra gyðinga. Feldman vinnur auk þess að því að koma á laggirnar fyrstu sýnagógunni á Íslandi, eins og Vísir greindi frá í fyrra. Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína.
Trúmál Tengdar fréttir Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38 Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi. 8. maí 2018 06:00 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38
Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi. 8. maí 2018 06:00
Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15