Innlent

Fyrsti rabbíninn á Ís­landi fagnar frá­vísun um­skurðar­frum­varpsins

Sylvía Hall skrifar
Umskurðarfrumvarpið hefur vakið heimsathygli.
Umskurðarfrumvarpið hefur vakið heimsathygli. Vísir/Getty
Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok.Hann segir þingið hafa hlustað á áhyggjur gyðingasamfélagsins og brugðist við í samræmi við það:„Virðing fyrir fjölbreytni og trúfrelsi er mikilvægur hluti af ímynd Íslands sem fullvalda þjóð“ sagði rabbíninn og sagði Íslendinga sem þjóð hafa þurft að berjast gegn trúarlegum og menningarlegum ofsóknum undir stjórn Danmerkur.Feldman segir gyðingasamfélagið á Íslandi vera að sigla inn í nýtt tímabil og vonar að þetta mál verði lagt til hliðar að fullu. Hann segir framtíðina bjarta fyrir gyðinga hérlendis.


Tengdar fréttir

Þver­pólitísk and­staða við um­skurðar­frum­varpið

Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt.

Um­skurðar­frum­varpið verður ekki svæft í nefnd

Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.