Ráðherra stóðst prófið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:00 Frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar Hertz við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Vísir/Elín Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira