Bjarni vill skilgreina betur rétt sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 17:49 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent