Bjarni vill skilgreina betur rétt sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 17:49 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum. Formaður Viðreisnar segir að lina þurfi strax þjáningar þeirra sem bíði aðgerða. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem nú þrýstu á samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki hafa hafnað tillögu Viðreisnar um 200 milljóna framlag til Sjúkratryggingar Íslands á meðan ríkisstjórnin væri að koma sér saman um heilbrigðisáætlun og stefnu. „En fólkið á biðlistunum getur ekki beðið lengur. Þeirra þjáningum verður að linna. Við vitum að það eru biðlistar á biðlista ofan. Þetta leysist ekki nema allar hendur verið settar og dregnar upp á dekk,“ sagði Þorgerður Katrín.Rekstrarformið ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi. Hægt væri að sinna opinberri þjónustu bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar gætu að minnsta kosti samið tímabundið við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki. „Til þess að koma til móts við að leysa þessa biðlista sem eru ekki hvað síst í liðskiptaaðgerðum. Til þess að Sjúkratryggingar fái þá heimild til að semja við sjálfstætt starfandi aðila,“ sagði formaður Viðreisnar. Nauðsyn að auka skilvirkni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og fækka á biðlistum. Málið væri flókið úrlausnar. „Við erum með ákveðið ástand á Landsspítalanum sem tengist síðan aftur uppbyggingu hjúkrunarrýma í landinu. Ég vil gerast talsmaður þess að við reynum að skilgreina betur réttinn sem felst í sjúkratryggingum og horfa meira á heilbrigðiskerfið út frá rétti sjúkninganna og festa okkur minna í hvar lausnirnar verða til,“ sagði Bjarni.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00