Chelsea tók þriðja sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Chelsea fagna.
Leikmenn Chelsea fagna. vísir/getty
Chelsea fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með öruggum 3-0 sigri á Watford á heimavelli sínum í Lundúnum í dag.

Bláklæddir stuðningsmenn bauluðu á leikmenn Chelsea er þeir gengu til búningsherbergja í hálfleik eftir ósannfærandi frammistöðu í fyrri hálfleik. Stuðningsmennirnir þurftu þó ekki að bíða lengi í seinni hálfleik eftir að geta fagnað.

Á 48. mínútu skoraði Ruben Loftus-Cheek með skalla af stuttu færi, óverjandi fyrir Ben Foster. Það tók svo aðeins þrjár mínútur fyrir Chelsea að tvöfalda forystuna. Aftur kom það upp úr hornspyrnu, David Luiz fékk pláss í teignum og hamraði boltann í netið.

Watford reyndi að svara og sótti að marki Chelsea en í staðinn fengu gestirnir mark í andlitið þegar Gonzalo Higuain skoraði á 75. mínútu úr þröngu færi.

Þannig lauk leik á Stamford Bridge og er Chelsea komið upp fyrir Tottenham í þriðja sæti deildarinnar með 71 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira