Innlent

Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra

Kjartan Kjartansson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur sagst vonast til að geta lagt frumvarp fram á þessu þingi.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur sagst vonast til að geta lagt frumvarp fram á þessu þingi. Vísir/vilhelm

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Ráðherrann segir að með frumvarpinu verði stuðningur við einkarekna fjölmiðla hér á landi hliðstæður við þann sem þekkist á Norðurlöndunum.

Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði. Rætt hefur verið um að ríkið gæti styrkt einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum ritstjórnarkostnaði þeirra, uppfylli þeir ákveðin skilyrði, með frumvarpinu.

Lilja gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað í dag. Í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi sagði hún viðamikla vinnu að baki frumvarpinu og að það marki tímamót fyrir margra hluta sakir. Ríkisstyrkir til fjölmiðla verði sambærilegir fyrir nágrannalöndin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.