Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2019 11:38 Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Vísir/vilhelm Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Þetta kemur fram í umsögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við frumvarp til laga um aukna skilvirkni og samræmingu málsmeðferðarreglna. „Rannsóknir sakamála í dag eru oft og tíðum ansi flóknar og tímafrekar og þegar um er að ræða skipulagða brotastarfsemi er auk þess sífellt algengara að brotin teygi sig til fleiri landa. Tímafrekar fjármála- og tæknirannsóknir auk samskipta við erlend löggæsluyfirvöld, svo dæmi séu tekin, gera það að verkum að 12 vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er á um í ákvæðinu er algjörlega óraunhæft.“ Í stórum og flóknum sakamálum sé einfaldlega ekki hægt að klára rannsókn innan tímarammans sem lögin kveða á um. „Ef sakborningur í slíkum málum sætir gæsluvarðhaldi þarf annað hvort að sleppa honum úr gæslu eða takmarka rannsóknina til muna sem stefnir gæðum á rannsókn í hættu.“ Löggæsluyfirvöld fái í sumum málum hvorki tækifæri til að ná utan um mál í heild sinni né að ná til ná til allra meintra höfuðpaura. „Á þetta t.d. við um skipulagðan innflutning fíkniefna til landsins, stór efnahagsbrot og mansalsmál. Afleiðing þessa er sú að mál eru að berast ákærendum í lok 12 vikna tímabilsins þannig að ráðrúm ákærenda til að gefa út ákæruskjalið er á tíðum mjög knappt.“Umsögn héraðssaksóknara er hægt að lesa hér. Alþingi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Þetta kemur fram í umsögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara við frumvarp til laga um aukna skilvirkni og samræmingu málsmeðferðarreglna. „Rannsóknir sakamála í dag eru oft og tíðum ansi flóknar og tímafrekar og þegar um er að ræða skipulagða brotastarfsemi er auk þess sífellt algengara að brotin teygi sig til fleiri landa. Tímafrekar fjármála- og tæknirannsóknir auk samskipta við erlend löggæsluyfirvöld, svo dæmi séu tekin, gera það að verkum að 12 vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er á um í ákvæðinu er algjörlega óraunhæft.“ Í stórum og flóknum sakamálum sé einfaldlega ekki hægt að klára rannsókn innan tímarammans sem lögin kveða á um. „Ef sakborningur í slíkum málum sætir gæsluvarðhaldi þarf annað hvort að sleppa honum úr gæslu eða takmarka rannsóknina til muna sem stefnir gæðum á rannsókn í hættu.“ Löggæsluyfirvöld fái í sumum málum hvorki tækifæri til að ná utan um mál í heild sinni né að ná til ná til allra meintra höfuðpaura. „Á þetta t.d. við um skipulagðan innflutning fíkniefna til landsins, stór efnahagsbrot og mansalsmál. Afleiðing þessa er sú að mál eru að berast ákærendum í lok 12 vikna tímabilsins þannig að ráðrúm ákærenda til að gefa út ákæruskjalið er á tíðum mjög knappt.“Umsögn héraðssaksóknara er hægt að lesa hér.
Alþingi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira