Íslenski boltinn

Viktor kinnbeinsbrotnaði gegn Fylki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor í leik með Þrótti.
Viktor í leik með Þrótti. vísir/ernir
Viktor Jónsson, framherji ÍA, var fluttur burt af Fylkisvellinum í gær í sjúkrabíl og nú hefur verið staðfest að hann er kinnbeinsbrotinn.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, staðfestir í samtali við mbl.is að að myndataka hafi leitt í ljós að framherjinn væri kinnbeinsbrotinn.

Viktor lenti í árekstri við Fylkismanninn Ásgeir Eyþórsson og ekki útilokað að hann hafi sömuleiðis fengið heilahristing. Þjálfarinn reiknar með því að það verði útbúin andlitsgríma fyrir Viktor sem hann geti spilað með er hann verður tilbúinn að snúa aftur út á völlinn.

Leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×