Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 20:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mandel Mgan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins. Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu styrkja stöðu sína á norðurslóðum til að sporna gegn Rússlandi og Kína. Pompeo sagði að norðurskautið væri orðið að átakavettvangi stórvelda vegna ríkra auðlinda þar. Vísaði hann til olíu, gass og fiskveiða. Ýmiss ríki og þar á meðal Kína hafa verið að auka umsvif þeirra á norðurslóðum í ljósi þess að mikilvægi norðurskautsins hafa verið að aukast hratt og þá sérstaklega með tilliti til þess að hafís er að horfa og áætlað er að um 15 til 30 prósent af ónýttri olíu og gasi á jörðinni megi finna á hafsbotni undir þeim hafís. Þá er einnig útlit fyrir að nýjar skipaleiðir geti opnast allan ársins hring. Pompeo vísaði sérstaklega til skýrslu Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna frá síðustu viku þar sem fram kom að Kína gæti notað borgarleg rannsóknarverkefni til að styrkja aukna viðveru herafla þeirra á norðurslóðum og þá sérstaklega það að hafa kjarnorkukafbáta á svæðinu. Auk Íslands og Bandaríkjanna, eru Kanada, Rússland, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð í ráðinu. Kína, Indland, Suður-Kórea, Singapúr, Ítalía og Japan eru áheyrnarfulltrúar. Kínverjar skilgreina sig þó sem „næstum því Norðurskautsríki“ og hafa verið að auka umsvif sín á svæðinu verulega.Sjá einnig: Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðumSamkvæmt Reuters fréttaveitunni sagði Pompeo einnig að yfirvöld Rússlands hefðu þegar krafist þess að skip sem nýti sér skipaleiðir á norðurslóðum fái leyfi til þess hjá Rússum og það væri ólöglegt. Hann sagði Rússa einnig krefjast þess að rússneskir leiðsögumenn yrðu um borð í þessum skipum og að þeir hefðu jafnvel hótað því að sökkva skipum sem verði ekki við þessum kröfum. „Þessar ögrandi aðgerðir eru hluti af árásargjarnri hegðun Rússa á norðurslóðum,“ sagði Pompeo.Sergei Lavrov og Guðlaugur Þór, utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands.Vísir/StjórnarráðiðGuðlaugur ræddi við Lavrov Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, fundaði með Sergei Lavrov, í dag. Samkvæmt yfirlýsingu á vef ráðuneytisins ræddu þeir ýmis málefni auk málefna Norðurskautsráðsins. Þar á meðal voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd og þar á meðal innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum. „Samskipti Rússlands og vestrænna ríkja hafa verið stirð, meðal annars í kjölfar átaka í Úkraínu og vegna stöðu mála í Sýrlandi og efnavopnaárásar á Bretlandi. Ísland mun ávallt standa vörð um alþjóðalög og virðingu fyrir mannréttindum og sýna samstöðu með nágrannaríkjum og vinaþjóðum þegar á sameiginleg gildi okkar reynir. Það er jafnframt mikilvægt viðhalda samtali og freista þess að draga úr spennu, og sannarlega eiga Rússland og Ísland sameiginlegra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og langa sögu viðskiptatengsla. Því var mikilvægt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Rússland um málefni sem við erum ýmist sammála eða ósammála um og freista þess að horfa fram á veginn í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Bandaríkin Finnland Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira