Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 23:00 240 eldflaugar og sprengjur voru skotnar niður með loftvarnarkerfi ísrael. AP/Ariel Schalit Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast. Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast.
Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57