Ekki hægt að skipa fyrir um lagningu sæstrengs Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. apríl 2019 08:30 Skúli Magnússon var gestur utanríkismálanefndar þar sem þriðji orkupakkinn var ræddur. Fréttablaðið/Sigtryggur Það eru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiði til þess að hægt verði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar í gær. Skúli kom á fund nefndarinnar til að ræða álitsgerð sína sem snýr að því hvort innleiðing þriðja orkupakkans í EES-samninginn samræmist stjórnskipunarreglum með tilliti til valdframsals til alþjóðlegra stofnana. „Það er alveg ljóst í hans álitsgerð að það eru ekki heimildir til aðila utan Íslands í þriðja orkupakkanum til ákvarðana á nýtingu auðlinda okkar. Það er heldur ekki neitt í orkupakkanum sem gefur einhverjar heimildir þannig að einhver annar geti fyrirskipað um lagningu sæstrengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá honum að vel rökstuddu máli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Áslaug Arna bendir líka á að Skúli telji framsal valdheimilda innan marka og gangi meira að segja skemur en til dæmis evrópska fjármálalöggjöfin. „Forræði á raforkumarkaði er hjá okkur og verður ekki fært frá íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þetta séu allt atriði sem hafa verið uppi í umræðunni og oft í talsverðum rangfærslum,“ segir hún. Ólafur Ísleifsson sat fundinn fyrir hönd Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem forfallaðist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða afleiðingar það hefði ef Ísland myndi ekki samþykkja innleiðingu orkupakkans ófullnægjandi. Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slíkar vangaveltur væru fyrst og fremst pólitískar spurningar. Hins vegar gætu orðið neikvæðar afleiðingar af því ef innleiðing frestaðist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu molana úr samstarfinu. Ólafur telur hins vegar að taka eigi upp viðræður við ESB um undanþágu frá innleiðingu á reglugerðinni sem snýr að ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar tekur hann undir álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. „Þeir bera þetta saman við að ESA ætti að fara ákveða fiskveiðikvótann hérna. Það er náttúrulega ekki hægt að draga upp sterkari mynd fyrir Íslendinga heldur en það að þarna væru erlendir aðilar að eiga við sjávarauðlindina,“ segir Ólafur. Hann segist telja að það ríki skilningur hjá ESB á því að málið sé viðkvæmt og leggist illa í Íslendinga. „Af hverju skyldi því vera illa tekið? Það er heldur engu tapað þó að þetta yrði tekið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við viljum ekki innleiða þessa reglugerð að þá viljum við ekkert vera í þessu samstarfi.“ Utanríkismálanefnd mun næstu vikur fjalla áfram um þriðja orkupakkann. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir álitsgerð Stefáns Más og Friðriks auk álits Davíðs Þórs Björgvinssonar á föstudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26 „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Það eru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiði til þess að hægt verði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar í gær. Skúli kom á fund nefndarinnar til að ræða álitsgerð sína sem snýr að því hvort innleiðing þriðja orkupakkans í EES-samninginn samræmist stjórnskipunarreglum með tilliti til valdframsals til alþjóðlegra stofnana. „Það er alveg ljóst í hans álitsgerð að það eru ekki heimildir til aðila utan Íslands í þriðja orkupakkanum til ákvarðana á nýtingu auðlinda okkar. Það er heldur ekki neitt í orkupakkanum sem gefur einhverjar heimildir þannig að einhver annar geti fyrirskipað um lagningu sæstrengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá honum að vel rökstuddu máli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Áslaug Arna bendir líka á að Skúli telji framsal valdheimilda innan marka og gangi meira að segja skemur en til dæmis evrópska fjármálalöggjöfin. „Forræði á raforkumarkaði er hjá okkur og verður ekki fært frá íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þetta séu allt atriði sem hafa verið uppi í umræðunni og oft í talsverðum rangfærslum,“ segir hún. Ólafur Ísleifsson sat fundinn fyrir hönd Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem forfallaðist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða afleiðingar það hefði ef Ísland myndi ekki samþykkja innleiðingu orkupakkans ófullnægjandi. Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slíkar vangaveltur væru fyrst og fremst pólitískar spurningar. Hins vegar gætu orðið neikvæðar afleiðingar af því ef innleiðing frestaðist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu molana úr samstarfinu. Ólafur telur hins vegar að taka eigi upp viðræður við ESB um undanþágu frá innleiðingu á reglugerðinni sem snýr að ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar tekur hann undir álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. „Þeir bera þetta saman við að ESA ætti að fara ákveða fiskveiðikvótann hérna. Það er náttúrulega ekki hægt að draga upp sterkari mynd fyrir Íslendinga heldur en það að þarna væru erlendir aðilar að eiga við sjávarauðlindina,“ segir Ólafur. Hann segist telja að það ríki skilningur hjá ESB á því að málið sé viðkvæmt og leggist illa í Íslendinga. „Af hverju skyldi því vera illa tekið? Það er heldur engu tapað þó að þetta yrði tekið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við viljum ekki innleiða þessa reglugerð að þá viljum við ekkert vera í þessu samstarfi.“ Utanríkismálanefnd mun næstu vikur fjalla áfram um þriðja orkupakkann. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir álitsgerð Stefáns Más og Friðriks auk álits Davíðs Þórs Björgvinssonar á föstudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26 „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26
„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56
Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12