Ekki hægt að skipa fyrir um lagningu sæstrengs Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. apríl 2019 08:30 Skúli Magnússon var gestur utanríkismálanefndar þar sem þriðji orkupakkinn var ræddur. Fréttablaðið/Sigtryggur Það eru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiði til þess að hægt verði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar í gær. Skúli kom á fund nefndarinnar til að ræða álitsgerð sína sem snýr að því hvort innleiðing þriðja orkupakkans í EES-samninginn samræmist stjórnskipunarreglum með tilliti til valdframsals til alþjóðlegra stofnana. „Það er alveg ljóst í hans álitsgerð að það eru ekki heimildir til aðila utan Íslands í þriðja orkupakkanum til ákvarðana á nýtingu auðlinda okkar. Það er heldur ekki neitt í orkupakkanum sem gefur einhverjar heimildir þannig að einhver annar geti fyrirskipað um lagningu sæstrengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá honum að vel rökstuddu máli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Áslaug Arna bendir líka á að Skúli telji framsal valdheimilda innan marka og gangi meira að segja skemur en til dæmis evrópska fjármálalöggjöfin. „Forræði á raforkumarkaði er hjá okkur og verður ekki fært frá íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þetta séu allt atriði sem hafa verið uppi í umræðunni og oft í talsverðum rangfærslum,“ segir hún. Ólafur Ísleifsson sat fundinn fyrir hönd Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem forfallaðist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða afleiðingar það hefði ef Ísland myndi ekki samþykkja innleiðingu orkupakkans ófullnægjandi. Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slíkar vangaveltur væru fyrst og fremst pólitískar spurningar. Hins vegar gætu orðið neikvæðar afleiðingar af því ef innleiðing frestaðist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu molana úr samstarfinu. Ólafur telur hins vegar að taka eigi upp viðræður við ESB um undanþágu frá innleiðingu á reglugerðinni sem snýr að ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar tekur hann undir álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. „Þeir bera þetta saman við að ESA ætti að fara ákveða fiskveiðikvótann hérna. Það er náttúrulega ekki hægt að draga upp sterkari mynd fyrir Íslendinga heldur en það að þarna væru erlendir aðilar að eiga við sjávarauðlindina,“ segir Ólafur. Hann segist telja að það ríki skilningur hjá ESB á því að málið sé viðkvæmt og leggist illa í Íslendinga. „Af hverju skyldi því vera illa tekið? Það er heldur engu tapað þó að þetta yrði tekið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við viljum ekki innleiða þessa reglugerð að þá viljum við ekkert vera í þessu samstarfi.“ Utanríkismálanefnd mun næstu vikur fjalla áfram um þriðja orkupakkann. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir álitsgerð Stefáns Más og Friðriks auk álits Davíðs Þórs Björgvinssonar á föstudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26 „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það eru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiði til þess að hægt verði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. Þetta kom fram í máli Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, á fundi utanríkismálanefndar í gær. Skúli kom á fund nefndarinnar til að ræða álitsgerð sína sem snýr að því hvort innleiðing þriðja orkupakkans í EES-samninginn samræmist stjórnskipunarreglum með tilliti til valdframsals til alþjóðlegra stofnana. „Það er alveg ljóst í hans álitsgerð að það eru ekki heimildir til aðila utan Íslands í þriðja orkupakkanum til ákvarðana á nýtingu auðlinda okkar. Það er heldur ekki neitt í orkupakkanum sem gefur einhverjar heimildir þannig að einhver annar geti fyrirskipað um lagningu sæstrengs. Það var mjög skýrt og gott að fá það fram hjá honum að vel rökstuddu máli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Áslaug Arna bendir líka á að Skúli telji framsal valdheimilda innan marka og gangi meira að segja skemur en til dæmis evrópska fjármálalöggjöfin. „Forræði á raforkumarkaði er hjá okkur og verður ekki fært frá íslenskum stjórnvöldum. Ég held að þetta séu allt atriði sem hafa verið uppi í umræðunni og oft í talsverðum rangfærslum,“ segir hún. Ólafur Ísleifsson sat fundinn fyrir hönd Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem forfallaðist. Ólafi fannst svör Skúla við því hvaða afleiðingar það hefði ef Ísland myndi ekki samþykkja innleiðingu orkupakkans ófullnægjandi. Skúli lagði í sínu máli áherslu á að slíkar vangaveltur væru fyrst og fremst pólitískar spurningar. Hins vegar gætu orðið neikvæðar afleiðingar af því ef innleiðing frestaðist. Það væri ESB ekki að skapi að ríki veldu bestu molana úr samstarfinu. Ólafur telur hins vegar að taka eigi upp viðræður við ESB um undanþágu frá innleiðingu á reglugerðinni sem snýr að ACER, Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar tekur hann undir álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. „Þeir bera þetta saman við að ESA ætti að fara ákveða fiskveiðikvótann hérna. Það er náttúrulega ekki hægt að draga upp sterkari mynd fyrir Íslendinga heldur en það að þarna væru erlendir aðilar að eiga við sjávarauðlindina,“ segir Ólafur. Hann segist telja að það ríki skilningur hjá ESB á því að málið sé viðkvæmt og leggist illa í Íslendinga. „Af hverju skyldi því vera illa tekið? Það er heldur engu tapað þó að þetta yrði tekið upp. Þeir færu ekki að segja að úr því við viljum ekki innleiða þessa reglugerð að þá viljum við ekkert vera í þessu samstarfi.“ Utanríkismálanefnd mun næstu vikur fjalla áfram um þriðja orkupakkann. Gert er ráð fyrir að farið verði yfir álitsgerð Stefáns Más og Friðriks auk álits Davíðs Þórs Björgvinssonar á föstudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26 „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
ASÍ segir feigðarflan að samþykkja þriðja orkupakkann Þetta kemur fram í umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um orkumál. 29. apríl 2019 16:26
„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. 29. apríl 2019 16:56
Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. 29. apríl 2019 16:12