„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:56 Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira