Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtti óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis í að skjóta föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, en Sigmundur vitnaði í ársgamla ræðu hans og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í framhaldinu hvort hún gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu í raforkumálum. Alþingi kom saman í dag að loknu páskaleyfi. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan 15.00. Sigmundur tók fyrstur þingmanna til máls og hóf að lesa brot úr ræðu Bjarna frá því 22. mars í fyrra þar sem hann ræddi um raforkumarkaðsmál. „Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi háttvirts þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni sem þá gaf ekki mikið fyrir þau rök að Ísland væri þegar undir því. „Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“ spurði Bjarni.Spyr hvort Katrín vilji þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingar Sigmundur beindi spurningu sinni til Katrínar. „Því spyr ég, minnugur þessarar góðu ræðu hæstvirts fjármálaráðherra - sem hæstvirtur forsætisráðherra hlýtur að muna eftir líka - er hæstvirtur ráðherra sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra? Og ef svo er getur ráðherrann aðstoðað hæstvirtan fjármálaráðherra við að fylgja eftir þeirri skoðun og þeirri stefnu sem hann lýsti hér svo vel í ræðu sinni fyrir rétt rúmu ári síðan? Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra getur ráðið og rekið ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hlýtur fyrir vikið að geta veitt Sjálfstæðisflokknum aðstoð nú við að framfylgja stefnu þess flokks eða ætlar hæstvirtur forsætisráðherra frekar að þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingarinnar við að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu?“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að vandað hefði verið til verka í tengslum við þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann.vísir/vilhelmÞriðji orkupakkinn liður í tveggja stoða lausn Katrín svaraði um hæl að hún væri greinilega ekki jafn mikill aðdáandi Bjarna og Sigmundur afhjúpaði sig sem í ljósi þess að hún myndi ekki eftir ræðu Bjarna. Ræðan hafi þó vafalaust verið eftirminnileg. Hún segir að þriðji orkupakkinn sé liður í innleiðingu tveggja stoða lausnarinnar líkt og gert hefur verið í öðrum málum. „Á meðan við erum innan EFTA þá höfum við lagt áherslu á tveggja stoða lausnir hvort sem það er á sviði fjármálaeftirlits eða orkueftirlits og það á auðvitað við í þessu máli eins og öðru.“ Katrín bendir á að í þingsályktunartillögunni sem þingið hafi til meðferðar séu fyrirvarar „sem standast fullkomlega þá skoðun að við erum ekki knúin til að leggja hér sæstreng.“ Sæstrengur yrði ekki lagður nema Alþingi tæki ákvörðun þess efnis í framtíðinni. Katrín sagði að auk fyrirvaranna við sjálfa þingsályktunartillöguna sé búið að leggja fram frumvarp sem felur það í sér að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með samþykki Alþingis. „Það er töluvert önnur stefna en háttvirtur þingmaður stóð sjálfur fyrir þegar hann fór hér til Bretlands og undirritaði sérstaka viljayfirlýsingu um sæstreng með forsætisráðherra Bretlands á þeim tíma. Ég er á leiðinni til Bretlands og ég ætla ekki að skrifa undir viljayfirlýsingu um sæstreng með núverandi forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Katrín og uppskar hróp og framíköll úr sal: „Það er rangt!“. Katrín sagði hér væri vandað til verka. „Ég legg á það áherslu að háttvirt utanríkismálanefnd gefi sér tíma til að fara yfir þetta mál og fari yfir öll þau vafaatriði sem uppi kunna að vera þannig að háttvirtir þingmenn geti tekið afstöðu með upplýstum hætti síðar í vor.“ Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15 Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06 Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, nýtti óundirbúinn fyrirspurnatíma Alþingis í að skjóta föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, en Sigmundur vitnaði í ársgamla ræðu hans og spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í framhaldinu hvort hún gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu í raforkumálum. Alþingi kom saman í dag að loknu páskaleyfi. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan 15.00. Sigmundur tók fyrstur þingmanna til máls og hóf að lesa brot úr ræðu Bjarna frá því 22. mars í fyrra þar sem hann ræddi um raforkumarkaðsmál. „Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi háttvirts þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni sem þá gaf ekki mikið fyrir þau rök að Ísland væri þegar undir því. „Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“ spurði Bjarni.Spyr hvort Katrín vilji þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingar Sigmundur beindi spurningu sinni til Katrínar. „Því spyr ég, minnugur þessarar góðu ræðu hæstvirts fjármálaráðherra - sem hæstvirtur forsætisráðherra hlýtur að muna eftir líka - er hæstvirtur ráðherra sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra? Og ef svo er getur ráðherrann aðstoðað hæstvirtan fjármálaráðherra við að fylgja eftir þeirri skoðun og þeirri stefnu sem hann lýsti hér svo vel í ræðu sinni fyrir rétt rúmu ári síðan? Ég veit að hæstvirtur forsætisráðherra getur ráðið og rekið ráðherra Sjálfstæðisflokksins og hlýtur fyrir vikið að geta veitt Sjálfstæðisflokknum aðstoð nú við að framfylgja stefnu þess flokks eða ætlar hæstvirtur forsætisráðherra frekar að þiggja aðstoð Viðreisnar og Samfylkingarinnar við að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu?“Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að vandað hefði verið til verka í tengslum við þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann.vísir/vilhelmÞriðji orkupakkinn liður í tveggja stoða lausn Katrín svaraði um hæl að hún væri greinilega ekki jafn mikill aðdáandi Bjarna og Sigmundur afhjúpaði sig sem í ljósi þess að hún myndi ekki eftir ræðu Bjarna. Ræðan hafi þó vafalaust verið eftirminnileg. Hún segir að þriðji orkupakkinn sé liður í innleiðingu tveggja stoða lausnarinnar líkt og gert hefur verið í öðrum málum. „Á meðan við erum innan EFTA þá höfum við lagt áherslu á tveggja stoða lausnir hvort sem það er á sviði fjármálaeftirlits eða orkueftirlits og það á auðvitað við í þessu máli eins og öðru.“ Katrín bendir á að í þingsályktunartillögunni sem þingið hafi til meðferðar séu fyrirvarar „sem standast fullkomlega þá skoðun að við erum ekki knúin til að leggja hér sæstreng.“ Sæstrengur yrði ekki lagður nema Alþingi tæki ákvörðun þess efnis í framtíðinni. Katrín sagði að auk fyrirvaranna við sjálfa þingsályktunartillöguna sé búið að leggja fram frumvarp sem felur það í sér að sæstrengur verði ekki lagður til Íslands nema með samþykki Alþingis. „Það er töluvert önnur stefna en háttvirtur þingmaður stóð sjálfur fyrir þegar hann fór hér til Bretlands og undirritaði sérstaka viljayfirlýsingu um sæstreng með forsætisráðherra Bretlands á þeim tíma. Ég er á leiðinni til Bretlands og ég ætla ekki að skrifa undir viljayfirlýsingu um sæstreng með núverandi forsætisráðherra Bretlands,“ sagði Katrín og uppskar hróp og framíköll úr sal: „Það er rangt!“. Katrín sagði hér væri vandað til verka. „Ég legg á það áherslu að háttvirt utanríkismálanefnd gefi sér tíma til að fara yfir þetta mál og fari yfir öll þau vafaatriði sem uppi kunna að vera þannig að háttvirtir þingmenn geti tekið afstöðu með upplýstum hætti síðar í vor.“
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15 Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06 Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. apríl 2019 08:15
Segir logið upp á Þriðja orkupakkann Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins. 22. apríl 2019 13:06
Bjartsýnn á að orkupakki þrjú verði samþykktur á þingi Utanríkisráðherra segir umræðuna um þriðja orkupakkann enn einkennast af miklum rangfærslum andstæðinga hans. 27. apríl 2019 13:04