Erlent

Eiginkona Ku Klux Klan-leiðtoga játaði loks á sig morðið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Malissa Ancona og sonur hennar, Paul Jinkerson jr, voru bæði ákærð fyrir morðið á sínum tíma.
Malissa Ancona og sonur hennar, Paul Jinkerson jr, voru bæði ákærð fyrir morðið á sínum tíma. Mynd/lögregla í Bandaríkjunum

Malissa Ancona, eiginkona Ku Klux Klan-leiðtogans Franks Ancona, játaði að hafa skotið hann til bana fyrir tveimur árum. Malissa var dæmd í lífstíðarfangelsi í Missouri-ríki í Bandaríkjunum í gær en hún hélt því áður fram að sonur hennar hefði framið morðið.

Sjá einnig: KKK-leiðtogi fannst látinn

Fjölsylda á veiðum fann lík Franks á árbakka í Missouri í febrúar árið 2017. Hann var leiðtogi (e. imperial wizard) í samtökunum Traditionalist Knights of the Ku Klux Klan, sem halda því fram að „hvíti kynstofninn“ hafi yfirburði yfir aðra.

Malissa og sonur hennar, Paul Jinkerson Jr., voru í kjölfarið ákærð fyrir morðið. Var þeim gefið að sök að hafa skotið Frank þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu á heimili sínu í Leadwood, um 110 kílómetrum suður af St. Louis.

Malissa hélt því fram fyrir dómi að sonur hennar hefði framið morðið en dró þá frásögn sína til baka í gær. Enn á eftir að rétta í máli Jinkersons.

„Ég skaut báðum skotunum sem urðu eiginmanni mínum að bana,“ sagði Malissa við dómara í gær. Hún játaði jafnframt að hafa þvegið veggi í herberginu þar sem hún skaut Frank á sínum tíma, hent rúmfötum í ruslið og að lokum varpað líki hans í ána.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.