Enski boltinn

Botnliðið réði ekkert við Deulofeu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deulofeu hefur skorað átta mörk í síðustu níu leikjum sínum.
Deulofeu hefur skorað átta mörk í síðustu níu leikjum sínum. vísir/getty
Watford er komið upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 útisigur á botnliði Huddersfield Town í dag.

Gerard Deulofeu skoraði bæði mörk Watford. Spánverjinn hefur verið í stuði að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu níu leikjum Watford.

Karlan Grant skoraði mark Huddersfield sem er löngu fallið.

Harvey Barnes tryggði Leicester City stig gegn West Ham þegar hann jafnaði í 2-2 þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Michail Antonio kom Hömrunum yfir á 37. mínútu. Jamie Vardy jafnaði á 67. mínútu en þegar átta mínútur voru til leiksloka skoraði Lucas Pérez mark sem virtist ætla að duga West Ham til sigurs. En Barnes var á öðru máli og jafnaði á ögurstundu.

Fulham, sem er fallið, vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Bournemouth á útivelli, 0-1.

Aleksandar Mitrovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Þetta var fyrsta mark hans í tíu deildarleikjum.

Þá gerðu Wolves og Brighton markalaust jafntefli. Úlfarnir eru í 9. sæti deildarinnar. Brighton er hins vegar í 17. sætinu, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Brighton hefur ekki unnið deildarleik síðan 9. mars.

Í hádegisleiknum vann Manchester City 1-0 sigur á Tottenham og komst þar með á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×