Enski boltinn

Botnliðið réði ekkert við Deulofeu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Deulofeu hefur skorað átta mörk í síðustu níu leikjum sínum.
Deulofeu hefur skorað átta mörk í síðustu níu leikjum sínum. vísir/getty

Watford er komið upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 útisigur á botnliði Huddersfield Town í dag.

Gerard Deulofeu skoraði bæði mörk Watford. Spánverjinn hefur verið í stuði að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu níu leikjum Watford.

Karlan Grant skoraði mark Huddersfield sem er löngu fallið.

Harvey Barnes tryggði Leicester City stig gegn West Ham þegar hann jafnaði í 2-2 þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Michail Antonio kom Hömrunum yfir á 37. mínútu. Jamie Vardy jafnaði á 67. mínútu en þegar átta mínútur voru til leiksloka skoraði Lucas Pérez mark sem virtist ætla að duga West Ham til sigurs. En Barnes var á öðru máli og jafnaði á ögurstundu.

Fulham, sem er fallið, vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Bournemouth á útivelli, 0-1.

Aleksandar Mitrovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Þetta var fyrsta mark hans í tíu deildarleikjum.

Þá gerðu Wolves og Brighton markalaust jafntefli. Úlfarnir eru í 9. sæti deildarinnar. Brighton er hins vegar í 17. sætinu, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Brighton hefur ekki unnið deildarleik síðan 9. mars.

Í hádegisleiknum vann Manchester City 1-0 sigur á Tottenham og komst þar með á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.