Enski boltinn

Klopp er að falla á tíma að ná fyrsta markmiðinu sem hann setti hjá Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp hress og kátur.
Klopp hress og kátur. vísir/getty

Liverpool þarf að vinna titil í vor til þess að ná markmiðinu sem Jurgen Klopp setti sér árið 2015.

Þegar Klopp kom til Liverpool í október 2015 skrifaði hann undir fjögurra ára samning. Þá sagði hann að eftir fjögur ár myndi hann líklega hafa unnið titil með Liverpool.

Nú er sá tími að fara að renna út og Liverpool er enn ekki komið með titil.

„Það hefur ekki gerst enn, en bæði félagið og ég sjálfur erum einbeitt á það að reyna okkar besta til þess að félagið nái eins góðum árangri og hægt er,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Cardiff á morgun.

„Hvað það mun taka langan tíma að ná titli, það veit ég ekki, en ég er mjög ánægður með þá stöðu sem við erum í í dag.“

Liverpool er í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

„Margir halda að Liverpool hugsi bara um Barcelona núna, en áður en við mætum þeim koma Cardiff og Huddersfield. Þeir leikir eru alveg jafn mikilvægir fyrir okkur.“

Leikur Cardiff og Liverpool hefst klukkan 15:00 á morgun, sunnudag, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.