Enski boltinn

Sjáðu þrennu Perez og fyrsta deildarmark Foden

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ayoze Perez fagnar einu marka sinna
Ayoze Perez fagnar einu marka sinna vísir/getty
Phil Foden tryggði Manchester City toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Ayoze Perez gerði þrennu fyrir Newcastle.

Sex leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í gær og hófst dagurinn á stórleik Manchester City og Tottenham. Manchester City þurfti að vinna til þess að halda í við Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Hinn ungi Phil Foden vissi hvað var í húfi og skoraði eina mark leiksins á fimmtu mínútu leiksins með skalla. Þetta var fyrsta deildarmark Foden.

Í lokaleik dagsins mættust Newcastle og Southampton í hálfgerðum fallslag. Newcastle fór gott með að tryggja sæti sitt í deildinni, sem fyrir leikinn var þó ekki í sérstakri hættu þó það sé enn ekki tölfræðilega tryggt, með öruggum sigri þökk sé Ayoze Perez.

Perez skoraði tvö mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik og tryggði svo 3-1 sigur með sínu þriðja marki undir lok leiksins.

Fulham fór til Bournemouth og sótti sterkan eins marks sigur, Gerard Deulofeu skoraði tvennu í 2-1 sigri Watford á Huddersfield, Harvey Barnes tryggði Leicester stig gegn West Ham og Wolves og Brighton gerðu markalaust jafntefli.

Öll mörkin og helstu atvik leikjanna má sjá í spilurunum hér að neðan.

Manchester City - Tottenham 1-0
Klippa: FT Manchester City 1 - 0 Tottenham
Newcastle - Southampton 3-1
Klippa: FT Newcastle 3 - 1 Southampton
West Ham - Leicester 2-2
Klippa: FT West Ham 2 - 2 Leicester
Huddersfield - Watford 1-2
Klippa: FT Huddersfield 1 - 2 Watford
Bournemouth - Fulham 0-1
Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Fulham
Wolves - Brighton 0-0
Klippa: FT Wolves 0 - 0 Brighton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×