Enski boltinn

Sjáðu þrennu Perez og fyrsta deildarmark Foden

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ayoze Perez fagnar einu marka sinna
Ayoze Perez fagnar einu marka sinna vísir/getty

Phil Foden tryggði Manchester City toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Ayoze Perez gerði þrennu fyrir Newcastle.

Sex leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í gær og hófst dagurinn á stórleik Manchester City og Tottenham. Manchester City þurfti að vinna til þess að halda í við Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Hinn ungi Phil Foden vissi hvað var í húfi og skoraði eina mark leiksins á fimmtu mínútu leiksins með skalla. Þetta var fyrsta deildarmark Foden.

Í lokaleik dagsins mættust Newcastle og Southampton í hálfgerðum fallslag. Newcastle fór gott með að tryggja sæti sitt í deildinni, sem fyrir leikinn var þó ekki í sérstakri hættu þó það sé enn ekki tölfræðilega tryggt, með öruggum sigri þökk sé Ayoze Perez.

Perez skoraði tvö mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik og tryggði svo 3-1 sigur með sínu þriðja marki undir lok leiksins.

Fulham fór til Bournemouth og sótti sterkan eins marks sigur, Gerard Deulofeu skoraði tvennu í 2-1 sigri Watford á Huddersfield, Harvey Barnes tryggði Leicester stig gegn West Ham og Wolves og Brighton gerðu markalaust jafntefli.

Öll mörkin og helstu atvik leikjanna má sjá í spilurunum hér að neðan.

Manchester City - Tottenham 1-0

Klippa: FT Manchester City 1 - 0 Tottenham

Newcastle - Southampton 3-1

Klippa: FT Newcastle 3 - 1 Southampton

West Ham - Leicester 2-2

Klippa: FT West Ham 2 - 2 Leicester

Huddersfield - Watford 1-2

Klippa: FT Huddersfield 1 - 2 Watford

Bournemouth - Fulham 0-1

Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Fulham

Wolves - Brighton 0-0

Klippa: FT Wolves 0 - 0 BrightonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.