Innlent

Vöktuðu vettvang brunans til miðnættis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slökkviliðsmenn leggja á ráðin við Dalshraun í gær.
Slökkviliðsmenn leggja á ráðin við Dalshraun í gær. Vísir/Jói K.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kláraði vinnu sína á vettvangi brunans við Dalshraun í Hafnarfirði á miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu voru slökkviliðsmenn með svokallaða „eldvakt“ á staðnum til að koma í veg fyrir að eldur tæki sig upp aftur en slökkvistarfinu sjálfu lauk fyrr um kvöldið.

Búið er að afhenda lögreglu vettvanginn og fást ekki upplýsingar um eldsupptök hjá slökkviliðinu. Að sögn varðstjóra varð töluvert tjón á húsnæðinu við Dalshraun en einnig komst mikill reykur og vatn inn á lager í verslun Húsasmiðjunnar sem er í sömu byggingu. Vinna slökkviliðsmanna í gærkvöldi sneri einkum að hreinsun í versluninni.

Fimmtíu manns búa í húsinu að Dalshrauni en bjarga þurfti íbúum af svölum hússins eftir að eldurinn kviknaði. Aðrir komust út af sjálfsdáðum en engin slys urðu að fólki.

Frá vettvangi í gær. Vísir/Jói K.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.