Innlent

Slökkvistarfi lokið í Hafnarfirði

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/Jóhann K.

Slökkvistarfi í Dalshrauni í Hafnarfirði lauk á sjöunda tímanum í kvöld þar sem eldur kom upp fyrr í dag. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins en tilkynning barst á fjórða tímanum í dag og var aðkoman ekki góð.

Jóhann Örn Ásgeirsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, sagði í samtali við Vísi í dag að útlitið hafi verið slæmt þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang en bjarga þurfti fólki af svölum hússins. Aðrir komust út af sjálfsdáðum en engin slys urðu á fólki. 

Sjá einnig: Fólk í hættu þegar eldurinn kom upp

Fimmtíu manns búa í húsinu en þar eru 25 herbergi. Íbúum var komið fyrir í strætisvagni á svæðinu og bíða þess að Rauði krossinn finni húsnæði fyrir þau að gista í í nótt. 

Slökkviliðið mun áfram starfa á vettvangi til öryggis en verið er að meta tjónið en ljóst er að mikil vinna er fram undan. 

Uppfært 20:40: Í fyrri frétt kom fram að tveir væru í haldi vegna málsins en hið rétta er að einn var yfirheyrður og sleppt að skýrslutöku lokinni. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.