Erlent

Tveir menn myrtir í Helsingborg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Enginn er enn grunaður um morðin.
Enginn er enn grunaður um morðin. Vísir/Getty
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í sænsku borginni Helsingborg á Skáni í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna og þá liggur heldur enginn undir grun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu eftir miðnætti að sænskum tíma. Lögreglumenn fundu mennina tvo særða á vettvangi og voru þeir fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir voru úrskurðaðir látnir. Talið er að mennirnir hafi verið í bíl þegar þeir voru skotnir.

Í frétt SVT kemur fram að lögregla hafi aukið eftirlit í bæjarhlutanum þar sem árásin var gerð. Þá hefur lögregla lagt hald á bíl á vettvangi vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×