Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 12:00 Staðfest er að yfir 200 hafi látist í árásunum. Vísir/getty Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær. Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær.
Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31