Íbúar illa settir eftir brunann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2019 12:12 Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. Stöð 2 Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu. Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Hreyfihamlaðir íbúar í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, þar sem eldur kviknaði í í bílageymslu í gær, eru strand að sögn formanns Sjálfsbjargar þar sem sérútbúin farartæki þeirra eru líklega skemmd. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið hlustað á kvartanir íbúa undan drasli í bílakjallara. Eldur kviknaði í bílageymslu við Sléttuveg 7 í fjölbýlishúsi á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands í gærmorgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en mikill svartur reykur barst úr bílageymslunni. Í húsinu býr hreyfihamlað fólk og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk misvel að rýma húsnæðið. Aldrei var þó hætta á ferðum þar sem slökkviliðinu tókst að hindra að reykur kæmist í stigaganginn. Um tvær klukkustundir tók að slökkva eldinn og var þá vettvangur afhentur tæknideild lögreglunnar. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, segir brunann hafa tekið mikið á íbúa en í húsinu búa hátt í þrjátíu manns. Í húsinu búi margir hreyfihamlaðir sem eru illa settir eftir að bílar þeirra, rafskutlur og ýmislegt annað skemmdist. Verður fólkið því strandaglópar vegna þessa tjóns en í mörgum tilfellum var um að ræða breytt ökutæki með hjólastólalyftur og annan slíkan búnað. Fólkið þurfi því að treysta á aðrar lausnir til að koma sér á milli staða sem geti reynt erfitt fyrir hreyfihamlaða. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig fari með tryggingar og hefur Bergur áhyggjur af því. Oftar en ekki er slíkur sérbúnaður ekki sérstaklega þar sem hann fylgir ekki farartækjunum. Búnaðurinn er allur rafknúinn og því gríðarlega viðkvæmur fyrir raka og vatni. Haft var eftir slökkviliðinu í gær að talið væri að eldurinn hefði átt upptök sín í dekkjum eða rusli í bílageymslunni. Bergur segir það alvarlegt mál því búið var að kvarta undan því. Endanleg rannsókn verði þó að leiða það í ljós en um sé að ræða afskaplega dapra niðurstöðu.
Félagsmál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10