Erlent

Lögreglan telur morðingja fela sig „í allra augsýn“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregluteikning af hinum grunaða.
Lögregluteikning af hinum grunaða. Indiana state police

Lögreglan í þrjú þúsund manna smábænum Delphi í Indiana-fylki í Bandaríkjunum telur að morðingi tveggja táningsstúlkna sem myrtar voru í bænum fyrir tveimur árum „feli sig fyrir allra augum.“

Samkvæmt frétt ABC telur lögreglan að morðinginn, sem lögreglan slær því föstu að sé karlkyns, búi í Delphi, vinni þar, eða heimsæki bæinn í það minnsta reglulega.

Morðinginn er talinn vera á aldursbilinu 18 til 40 ára. Hann kunni þó að virðast yngri en hann er, samkvæmt lögregluforingja Delphi, Douglas Carter.

Á blaðamannafundi vegna málsins talaði Carter beint til morðingjans.

„Við höldum að þú felir þig í allra augsýn Kannski í þessu herbergi. Við höfum mjög líklega tekið skýrslu af þér eða einhverjum nákomnum þér.“

Stúlkurnar tvær sem myrtar voru í febrúar 2017 hétu Abby Williams og Libby German. Þær voru 13 og 14 ára gamlar. Þann 13. febrúar áttu þær frí frá skóla, en síðast var vitað um ferðir þeirra á gönguleið skammt utan Delphi.

Daginn eftir fundust lík þeirra beggja skömmu frá gönguleiðinni. Lögreglan hefur ekki gert opinbert nákvæmlega með hvaða hætti stúlkurnar voru myrtar.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.