Erlent

Gyðingar ekki par sáttir við undarlega páskahefð Pólverja

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hefðin hefur lifað góðu lífi í Pruchnik.
Hefðin hefur lifað góðu lífi í Pruchnik. Getty

Heimsþing gyðinga (e. World Jewish Congress) hefur gagnrýnt harðlega páskahefð pólsks bæjar þar sem illa er farið með brúðu af Júdasi Ískaríot, hinum svikula lærisveini Jesú Krists, þar sem brúðan líkist mjög dæmigerðum strangtrúuðum gyðingi.

Hefð þessi lýsir sér þannig að á árlega safnast íbúar bæjarins Pruchnik í suður-Póllandi saman og berja Júdasarlíkið með prikum, sparka í það og misþyrma því á ýmsan máta.

Fréttir af þessari óhefðbundnu hefð fóru á flug eftir að pólski netmiðillinn Ekspres Jaroslawski birti myndband af herlegheitunum.

„Gyðingum býður við þessari hrollvekjandi endurvakningu forneskjulegs gyðingahaturs sem leiddi til ólýsanlegs ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu frá heimsþinginu, en yfir þrjár milljónir pólskra gyðinga voru myrtar af nasistum á tímum síðari heimsstyrjaldar.

Íbúar Pruchnik eru allflestir kaþólikkar, en hefðin á rætur sínar að rekja til kaþólskrar trúar. Þrátt fyrir að kaþólska kirkjan hafi lagst gegn athöfnum og hefðum sem þessari virðist hún lifa góðu lífi sums staðar, í það minnsta í Pruchnik.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.