Íslenski boltinn

Ágúst kominn heim og semur við Víking

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings.
Ágúst ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. mynd/víkingur
Ágúst Eðvald Hlynsson er genginn í raðir Víkings en hann skrifar undir þriggja ára samning við Fossvogsliðið.

Ágúst hefur verið á mála hjá Bröndby í Danmörku undanfarið ár en hann hefur verið að leika með U19 ára liði félagsins sem og varaliðinu. Þar áður var hann á mála hjá Norwich.

Áður en Ágúst fór út lék hann með þeim grænklæddu í Kópavogi en hann lék fjóra leiki í Pepsi-deildinni einungis sextán ára gamall.





Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað fjögur mörk í þeim 24 leikjum sem hann hefur spilað fyrir landslið Íslands.

„Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa gert þriggja ára samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu,“ segir í tilkynningu Víkings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×