Íslenski boltinn

Ágúst kominn heim og semur við Víking

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings.
Ágúst ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. mynd/víkingur

Ágúst Eðvald Hlynsson er genginn í raðir Víkings en hann skrifar undir þriggja ára samning við Fossvogsliðið.

Ágúst hefur verið á mála hjá Bröndby í Danmörku undanfarið ár en hann hefur verið að leika með U19 ára liði félagsins sem og varaliðinu. Þar áður var hann á mála hjá Norwich.

Áður en Ágúst fór út lék hann með þeim grænklæddu í Kópavogi en hann lék fjóra leiki í Pepsi-deildinni einungis sextán ára gamall.
Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað fjögur mörk í þeim 24 leikjum sem hann hefur spilað fyrir landslið Íslands.

„Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa gert þriggja ára samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu,“ segir í tilkynningu Víkings.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.