Fótbolti

„Nýi Ronaldo“ verður ekki seldur í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joao Felix er að skjótast upp á stjörnuhimininn
Joao Felix er að skjótast upp á stjörnuhimininn vísir/getty
Joao Felix, sem hefur verið nefndur hinn nýi Cristiano Ronaldo, verður ekki seldur í sumar því Benfica ætlar sér að ná í Evrópubikar.

Hinn nítján ára Felix er sagður eftirsóttur af Real Madrid, Manchester United og Juventus. Hann er með 13 mörk og átta stoðsendingar í 22 deildarleikjum.

Luis Filipe Viera, forseti Benfica, sagði félagið ætla að gera allt sem í þess valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ungir leikmenn fari.

„Ég get svo gott sem fullyrt að enginn mun fara á þessu ári eða því næsta og ég geri allt í mínu valdi til þess að það verði,“ sagði Viera.

Felix er samningsbundinn Benfica til 2023 en er með 120 milljón evra uppsagnarákvæði í samningnum.

Hann varð á dögunum yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að skora þrennu í Evrópudeildinni þegar Benfica vann Frankfurt 4-2.

„Benfica getur stefnt að því að vinna Evróputitil með því að halda í gildin, að spila á uppöldum, ungum leikmönnum,“ sagði Viera.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×