Fótbolti

„Nýi Ronaldo“ verður ekki seldur í sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joao Felix er að skjótast upp á stjörnuhimininn
Joao Felix er að skjótast upp á stjörnuhimininn vísir/getty

Joao Felix, sem hefur verið nefndur hinn nýi Cristiano Ronaldo, verður ekki seldur í sumar því Benfica ætlar sér að ná í Evrópubikar.

Hinn nítján ára Felix er sagður eftirsóttur af Real Madrid, Manchester United og Juventus. Hann er með 13 mörk og átta stoðsendingar í 22 deildarleikjum.

Luis Filipe Viera, forseti Benfica, sagði félagið ætla að gera allt sem í þess valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ungir leikmenn fari.

„Ég get svo gott sem fullyrt að enginn mun fara á þessu ári eða því næsta og ég geri allt í mínu valdi til þess að það verði,“ sagði Viera.

Felix er samningsbundinn Benfica til 2023 en er með 120 milljón evra uppsagnarákvæði í samningnum.

Hann varð á dögunum yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að skora þrennu í Evrópudeildinni þegar Benfica vann Frankfurt 4-2.

„Benfica getur stefnt að því að vinna Evróputitil með því að halda í gildin, að spila á uppöldum, ungum leikmönnum,“ sagði Viera.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.